Bættu sjóðunum kostnaðinn

Enn hefur ekki orðið af aðkomu lífeyrissjóðanna að eignarhaldinu á …
Enn hefur ekki orðið af aðkomu lífeyrissjóðanna að eignarhaldinu á Arion. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kaupþing, sem í gegnum félagið Kaupskil, á langstærsta hlutinn í Arion banka, féllst á að greiða hópi lífeyrissjóða um 60 milljónir króna í sáttagreiðslu í kjölfar viðræðna þeirra um möguleg kaup lífeyrissjóðanna á umtalsverðum hlut í bankanum.

Greiðslan var hugsuð til að mæta þeim útlagða kostnaði sem sjóðirnir höfðu stofnað til vegna viðræðnanna. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag.

Forsaga málsins var sú að í upphafi árs 2017 var rykið dustað af viðræðum milli lífeyrissjóðanna og Kaupþings um mögulega aðkomu sjóðanna að eignarhaldinu á Arion banka. Sjóðirnir töldu að viðræðurnar væru komnar á rekspöl í marsmánuði þegar skyndilega var tilkynnt að fjórir sjóðir, sem allir voru hluthafar í Kaupþingi, hefðu keypt 29% hlut í bankanum og tryggt sér forkaupsrétt að umtalsverðum hlut í bankanum til viðbótar við þann hlut.

Fljótlega kom í ljós að samingar um kaupin höfðu í raun gengið í gegn um miðjan febrúarmánuð og þá var ljóst að sjóðirnir höfðu verið dregnir á asnaeyrunum um nokkurt skeið í viðræðum við Kaupþing. Lýstu þeir hreinni furðu á framgöngu Kaupþings og hótuðu að leita réttar síns. Niðurstaðan í viðræðum aðilanna var sú að Kaupþing tók á sig kostnaðinn vegna viðræðnanna sem engu höfðu skilað.

Í ViðskiptaMogganum í dag er ítarlega rakin saga söluþreifinga á Arion banka undanfarin ár og þess darraðardans sem stiginn hefur verið í kringum þær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK