Afkoma Fjarðabyggðar umfram væntingar

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. mbl.is/Sigurður Bogi

Rekstrarafkoma Fjarðabyggðar var umfram væntingar á árinu 2017, en rekstrarafgangur samstæðu (A- og B-hluta) var 486 milljónir króna og 10 milljónir króna í sveitarsjóði (A-hluta). Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 118 milljóna króna rekstrarafgangi. 

Í tilkynningu um uppgjörið segir að hærri tekjur og hlutfallslega minni kostnaður skýri að stórum hluta frávikin frá fjárhagsáætlun.

Hlutfall skulda og skuldbindinga er nú 114% af heildartekjum í samstæðureikningi sveitarfélagsins, en samkvæmt lögum má hlutfallið ekki vera hærra en 150%. Afborganir ásamt vaxtagreiðslum voru 825 milljónir króna á árinu 2017.

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt (EBITDA) var jákvæð um 1.321 milljón króna á árinu 2017 eða um 19% í hlutfalli af heildarrekstrartekjum. Í A-hluta nam EBITDA 516 milljónum króna á árinu 2017 eða um 10% í hlutfalli af heildarrekstrartekjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK