Kínverjar gera Trump risatilboð

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Kínversk stjórnvöld hafa gert Donald Trump Bandaríkaforseta tilboð sem felur í sér eftirgjöf í tollvernd og stóraukin kaup á bandarískum vörum sem gætu minnkað viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Kína um 200 milljarða dala sem jafngilda 21 billjón íslenskra króna.

Reuters greinir frá og byggir fréttina á frásögnum heimildarmanna sem þekkja til málsins. Einn þeirra sagði að flugvélaframleiðandinn Boeing myndi hagnast gríðarlega yrði tilboðinu tekið. Boeing er stærsti bandaríski útflytjandinn og er fjórðungur framleiðslunnar seldur til Kína. 

Annar sagði að í tilboðinu væri gert ráð fyrir að tollar á innflutning ýmissa vara frá Bandaríkjunum yrðu lagðir niður en um er að ræða landbúnaðarvörur eins og svínakjöt, ávexti og vín. Virði innflutnings varanna nemur um fjórum milljörðum dala. 

Bandaríkin og Kína eiga í viðræðum um hvernig viðskiptum þeirra á milli skuli háttað í framtíðinni. Banda­rísk yf­ir­völd til­kynntu í byrjun apríl að áformað væri að leggja inn­flutn­ing­stolla á yfir 1.300 kín­versk­ar vör­ur og vöru­flokka, meðal ann­ars sjón­vörp, lækn­inga­tæki, flug­véla­vara­hluti og raf­hlöður. Kín­verj­ar svöruðu með því að tilkynna að 25% inn­flutn­ing­stoll­ar yrðu lagðir á 106 vöru­flokka frá Banda­ríkj­un­um inn­an skamms.

Áður höfðu vernd­artoll­ar Banda­ríkja­manna á ál og stál verið lagðir á inn­flutn­ing að verðmæti 20 milljarðar banda­ríkja­dala. Svar Kín­verja við þeim toll­um var svo að leggja tolla á vör­ur og vöru­flokka sem flutt­ir eru inn til Kína frá Banda­ríkj­un­um fyr­ir 3 millj­arða banda­ríkja­dala ár­lega.

Banda­ríkja­menn hafa gagn­rýnt hug­verkaþjófnað, fram­leiðslu á eft­ir­lík­ing­um og ósann­gjarn­ar íviln­an­ir stjórn­valda, sem hafi nei­kvæðar af­leiðing­ar á banda­rísk fyr­ir­tæki sem eru í sam­keppni við kín­versk fram­leiðslu­fyr­ir­tæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK