178 milljarða kröfur í þrotabú Samson

Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lýstar kröfur í þrotabú eignarhaldsfélagins Samson voru 178 milljarðar króna en félagið keypti ráðandi hlut í Landsbankanum fyrir sextán árum.

Að sögn Helga Birgissonar, skiptastjóra þrotabúsins, voru samþykktar kröfur 77 milljarðar króna og fást upp í þær tæpir sjö milljarðar.

Stærstu kröfuhafarnir eru breski bankinn Standard Chartered og hinn þýski Commerzbank.

Skiptafundur í þrotabúinu verður haldinn 5. september. Þar verður fjallað um frumvarp til úthlutunar úr þrotabúinu. Verði andmælum ekki hreyft verður skiptum lokið á fundinum á grundvelli frumvarpsins.

Helgi segir að borgað hafi verið út megnið af eignunum fyrir nokkrum árum síðan. Búið er að greiða út um 5,8 milljarða króna.

Samson var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember árið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK