Hlutabréf Skeljungs hækka mikið

Bréf í Skeljungi hafa hækkað mikið í morgun.
Bréf í Skeljungi hafa hækkað mikið í morgun. mbl.is/RAX

Hlutabréfaverð í Skeljungi hefur hækkað mikið í morgun eftir að félagið birti jákvæða afkomuviðvörun í gær eftir lokun markaða. Hafa bréf félagsins hækkað um rúmlega 9% í um 467 milljóna króna viðskiptum í dag.

Í tilkynningunni sem var send á Kauphöllina í gær kom fram að útlit væri fyrir að hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði yrði 3,1 til 3,3 milljarðar í stað 2,8 til 3 milljarða eins og áður hafði verið gert ráð fyrir. Ástæða þess er sögð vera meiri sala á eldsneyti og þannig hafi sala á þotueldsneyti og olíu til erlendra skipa verið meiri en áætlað var. Þá segir að útlitið fyrir seinni hluta ársins sé betra en gert hafði verið ráð fyrir.

Árshlutareikningur fyrir fyrri hluta ársins verður birtur eftir lokun markaða á þriðjudaginn í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK