Airbnb-eignum tekið að fækka

Gistinóttum á Airbnb hefur fækkað fimm mánuði í röð á …
Gistinóttum á Airbnb hefur fækkað fimm mánuði í röð á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Eignum sem boðnar eru til leigu hér á landi á gistisíðunni Airbnb er tekið að fækka, að því er fram kom á morgunfundi Arion banka um ferðaþjónustuna, nú í morgun, og vísbending sé um að ferðamenn séu að færa sig úr Airbnb yfir í hótelgistingu.

Þarna spilar inn í, að mati sérfræðings deildarinnar, sterkt raungengi, hert regluverk og aukin samkeppni við hótel. Allt þetta hafi mögulega dregið úr hvatanum til að leigja út eignir í gegnum Airbnb. Þá hafi hvati húseigenda til að selja fasteignir sínar í stað þess að leigja þær út, aukist vegna hækkandi fasteignaverðs.

Gistinóttum á Airbnb hefur nú fækkað fimm mánuði í röð á höfuðborgarsvæðinu, og síðustu tvo mánuði á landsbyggðinni. 

Fjórar af hverjum tíu gistinóttum ferðamanna árið 2017 voru á hóteli, en spá deildarinnar gerir ráð fyrir því að fjöldi hótelherbergja á landinu verði sjö þúsund árið 2022.

AFP

Há hótelnýting í evrópskum samanburði

Hvað nýtingu hótelherbergja varðar eru nýtingarhlutföll á höfuðborgarsvæðinu mjög há í evrópskum samanburði. Til dæmis nefndi Þorsteinn Andri Haraldsson, sérfræðingur greiningardeildarinnar, að nýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu væri að jafnaði betri hér en á Norðurlöndunum. Þá sagði hann að skortur á framboði hótelherbergja hér á landi „skini í gegnum nýtingartölurnar“.

Framboðsskorturinn endurspeglist svo í verði herbergjanna, en þar á Ísland vinningin í samanburði við hin Norðurlöndin. Þá er meðalverð íslenskra hótelherbergja sambærilegt og í Amsterdam og í London.

Í máli Þorsteins kom einnig fram að átta ný hótel séu í byggingu í dag, og þeim gæti fjölgað um 20 á næstu árum, miðað við það sem er nú þegar áformað.

55 hótel voru á höfuðborgarsvæðinu í lok árs 2017, en Þorsteinn sagði útlit fyrir að hótelmarkaðurinn gæti stækkað um 40-50% á næstu árum. Þá kom fram í máli hans að árstíðarsveiflan í nýtingu hótelherbergja á landsbyggðinni væri að hverfa, en skýringuna megi einkum rekja til uppgangs á Suðurlandi og á Suðurnesjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK