Meiri hækkun vaxta var til skoðunar

Til skoðunar var á síðasta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti annaðhvort um 0,5% eða 0,25%.

Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt var í dag en síðasti fundur hennar fór fram fyrir hálfum mánuði.

Fram kemur að allir nefndarmenn í peningastefnunefndinni hafi talið nauðsynlegt að hækka vexti en ekki hafi verið einhugur um það hversu mikil hækkunin ætti að vera.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem sæti á í peningastefnunefndinni, lagði til að hækkunin yrði 0,25% og studdu fjórir af fimm nefndarmönnum þá tillögu en einn vildi hækka vextina um 0,5%.

Næsti fundur peningastefnunefndarinnar er 12. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK