Vísitala íbúðaverðs tók eilítið stökk

Árshækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu er nú 5,9%.
Árshækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu er nú 5,9%. Graf/Íbúðalánasjóður

Bæði raunverð íbúða og vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fóru hækkandi á milli mánaða, samkvæmt nýjum útreikningum Íbúðalánasjóðs, sem byggja á nýbirtum tölum Þjóðskár Íslands.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% á milli mánaða. Vísitala fjölbýlis hækkaði um 0,8% en vísitala sérbýlis um 1,7%. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs mælist nú 5,9% og tekur því dálítið stökk upp á við en 12 mánaða hækkun hennar mældist 4,1% í síðasta mánuði.

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem er vísitala íbúðaverðs í hlutfalli við vísitölu neysluverðs, hækkaði örlítið á milli mánaða og hefur raunverð íbúða núna hækkað um tæplega 55% frá því í janúar 2013.

Árshækkun raunverðs íbúða mælist nú 2,6% en 1,3% í síðasta mánuði og er þetta í fyrsta skipti í rúmt ár sem árshækkunin eykst milli mánaða en það gerðist síðast í september 2017, samkvæmt tilkynningu frá hagdeild Íbúðalánasjóðs.

Árshækkun raunverðs íbúða mælist nú 2,6%.
Árshækkun raunverðs íbúða mælist nú 2,6%. Graf/Íbúðalánasjóður
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK