16 sagt upp hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki sagði upp 16 starfsmönnum í dag.
Íslandsbanki sagði upp 16 starfsmönnum í dag. mbl.is/Hjörtur

Íslandsbanki hefur sagt upp 16 manns, en um er að ræða bæði starfsfólk í höfuðstöðvum bankans í Norðurturninum sem og starfsfólk í útibúunum við Granda og á Höfða. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri bankans. Uppsagnirnar eru hluti af hagræðingu hjá bankanum.

Edda segir að þjónustustigið í þessum tveimur útibúum sé að breytast. Bæði séu þau afgreiðsluútibú, en ráðgjöfin sé að færast í höfuðstöðvarnar. Það eigi til dæmis við um húsnæðislánaþjónustuna. Ástæða þess er meðal annars að viðskiptavinir hafi í auknum mæli leitað í stafrænar lausnir í stað þess að fara í útibúin. Segir Edda að enn sæki þó fólk í ráðgjöf varðandi flóknari mál.

Í dag rekur Íslandsbanki 14 útibú á landinu, þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu. Edda staðfestir að uppsagnirnar í dag hafi ekki náð til annarra útibúa en Granda og Höfða.

Spurð út í frekari breytingar á öðrum útibúum segir Edda að bankinn sjái breytingu á hegðun viðskiptavina og að stafrænar lausnir séu notaðar í mun meira mæli en áður. Hún segir að ekkert liggi fyrir nú um hvort til frekari uppsagna komi, en að bankinn mun áfram leita leiða til hagræðingar eins og áður hafi verið tilkynnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK