Matthew Woolsey til 66°Norður

Matthew Woolsey hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlegrar starfsemi 66°Norður.
Matthew Woolsey hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlegrar starfsemi 66°Norður. Ljósmynd/66°Norður

Matthew Woolsey hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlegrar starfsemi 66°Norður, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá segir að ráðningin sé liður í eflingu fyrirtækisins á alþjóðlegum mörkuðum.

„Ráðning Matthew er mikilvægur þáttur í þeirri vegferð en hann býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að vefviðskiptum, stafrænni markaðssetningu og alþjóðlegum rekstri,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Áður en hann tók við starfi hjá 66°Norður gegndi Matthew starfi framkvæmdastjóra vefverslunarinnar Net-a-Porter. Þar á undan gegndi Matthew starfi framkvæmdastjóra stafrænna viðskipta hjá Barneys í New York.

Fram kemur að Matthew mun hafa aðsetur í London og mun hann setja upp skrifstofur félagsins þar. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða þó áfram á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK