Verð á gulli heldur áfram að hækka

AFP
AFP Verð á gulli hækkar áfram.

Gull heldur áfram að hækka í verði, en verðið er nú 1.433,5 Bandaríkjadalir fyrir únsuna. Málmurinn verðmæti hefur hækkað um rúmt eitt prósent það sem af er degi, eða um tæpa 20 Bandaríkjadali. Verðið hefur ekki verið hærra frá maímánuði árið 2013, en alls nemur hækkun frá ársbyrjun rúmum tíu prósentustigum.

Að því er fram kemur frétt Marketwatch um málið á hækkun undanfarinna mánuða rætur að rekja til væntinga fjárfesta um lækkun stýrivaxta Seðlabanka Bandaríkjanna. Þá hefur stigvaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Íran einnig áhrif á verðið. 

Sérfræðingar gera jafnframt ráð fyrir að gull kunni að halda áfram að hækka ef fram heldur sem horfir í málefnum framangreindra þjóða. Það sé allt eins líklegt að verð á gulli rjúfi 1.500 Bandaríkjadala múrinn, en verð á gulli hefur hæst farið í tæplega 1.900 Bandaríkjadali.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK