Fagna því að ólöglegri starfsemi sé hætt

Neytendasamtökin fagna því að smálánafyrirtæki hætti nú „loksins ólöglegri starfsemi“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum, en smá­lána­fyr­ir­tækið eComm­erce 2020 Aps sem er í eigu Kredia Group að tilkynnti í dag um nýtt skammtímalán á 53,7%vöxtum.

 „Smálánafyrirtækin sem hingað til hafa veitt lán með ólöglega háum vöxtum tilkynntu í dag að þau muni lækka vexti sína niður fyrir löglegt hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar sem er 50% auk meginvaxta Seðlabanka Íslands sem nú er 3,75%,“ segir í tilkynningu Neytendasamtakanna.

Samtökin hafi lengi barist fyrir því að böndum verði komið á ólöglega vexti og þau telji yfirlýsinguna jafngilda því „að fyrirtækin viðurkenni að fyrri vextir hafi verið ólöglegir.

Neytendasamtökin hvetja alla sem hafa tekið lán með ólöglegum vöxtum að krefjast endurútreiknings lána sinna og eftir tilfellum endurgreiðslu og veita leiðbeiningar um það ferli á vef sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK