Gestur Pétursson nýr framkvæmdastjóri Veitna

Gestur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veitna.
Gestur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veitna. Ljósmynd/Aðsend

Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veitna. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Veitum að það muni skýrast á næstunni hvenær Gestur hefji störf.

Gestur var framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland frá því í árslok 2010 og forstjóri fyrirtækisins undanfarin fimm árin.

Gestur lauk meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998.

Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hefur Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK