Áslaug Arna og Bjarni sitja fyrir svörum, bein útsending

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sitja fyrir svörum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst klukkan níu. 

Þar verður rætt um veru Íslands á gráum lista FATF yfir ríki sem þykja ekki hafa gripið til full­nægj­andi aðgerða gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.

Ísland var sett á listann fyrir helgi en auk þess bættust Mong­ól­ía og Simba­bve á listann. Af list­an­um fara hins veg­ar Eþíópía, Sri Lanka og Tún­is.

Íslensk stjórn­völd von­ast til að landið kom­ist af gráa list­an­um von bráðar, jafn­vel strax í fe­brú­ar á næsta ári.

Hægt er að horfa á útsendingu af fundinum hér að neðan:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK