Nýtt met hjá S&P 500

Markaðsgreinendur virðast almennt á þeirri skoðun að bandaríska hagkerfið sé …
Markaðsgreinendur virðast almennt á þeirri skoðun að bandaríska hagkerfið sé á réttri leið. AFP

Bandaríska S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði lítillega á fimmtudag og bætti með því fyrra met. Styrking vísitölunnar nam aðeins 2,59 stigum eða 0,08% og stóð vísitalan í 3.096,63 stigum í lok dags. Nasdaq- og Dow Jones-vísitölurnar lækkuðu hins vegar um brot af prósenti.

Það litaði þróun bandarísku vísitalanna á fimmtudag að hlutabréfaverð tæknirisans Cisco lækkaði um 7,3% eftir að fyrirtækið sendi frá sér lækkaða tekju- og hagnaðarspá fyrir annan ársfjórðung. Skellti fyrirtækið skuldinni á vaxandi óvissu í alþjóðahagkerfinu sem varð til þess að kaupendur hátæknibúnaðar héldu að sér höndum á tímabilinu.

Á móti kom að stórmarkaðakeðjan Walmart hækkaði spár sínar fyrir árið og benda sölutölur til að vel hafi gengið hjá fyrirtækinu á þriðja ársfjórðungi. Reuters greinir frá að góð frammistaða Walmart þyki boða gott fyrir bandaríska smásölu í aðdraganda jóla, og ekki ósennilegt að hinn almenni neytandi muni gera vel við sig og sína í mat og gjöfum þetta árið þó svo að fyrirtæki í mörgum geirum séu enn á nálum vegna tollastríðs Kína og Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK