Upplifir frelsi á Íslandi

Monika Maier-Albang starfar hjá Süddeutsche Zeitung.
Monika Maier-Albang starfar hjá Süddeutsche Zeitung. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýskir fjölmiðlar sýna ferðum til Íslands áhuga en markvisst er unnið að því að fá hingað þýska ferðamenn eftir að landið opnaðist á ný. Þjóðverjar eru í þriðja sæti á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum sé litið til fjölda erlendra ferðamanna.

Um 132 þúsund Þjóðverjar komu hingað um Leifsstöð í fyrra en um 139 þúsund árið 2018. Monika Maier-Albang skrifar um ferðalög í Süddeutsche Zeitung, eitt útbreiddasta dagblað Þýskalands. Þegar blaðamaður tók hana tali á Nordica-hótelinu var hótelið nær mannlaust. Það er mikil breyting frá því sem var.

Maier-Albang segir Ísland vel þekktan áfangastað í Þýskalandi. Náttúra landsins og íslenski hesturinn sé meðal þess sem laði að.

„Ég þekki marga Þjóðverja sem hafa komið nokkrum sinnum til Íslands. Þjóðverjar vilja þetta sumarið forðast mannþröng og fara út í náttúruna. Nú er kjörið tækifæri til að sjá ferðamannastaði á Íslandi þar sem áður var ekki þverfótað fyrir fólki. Um leið gefst tækifæri til að hitta heimamenn,“ segir Maier-Albang, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK