Söfnuðu 19,5 milljörðum í nýjan sjóð

Framkvæmdastjóri sjóðsins er Þorkell Magnússon.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Þorkell Magnússon.

Júpíter rekstrarfélag hf. hefur lokið fjármögnun á nýjum sjóði sem ber nafnið ACF III slhf. Sjóðurinn er samlagshlutafélag sem kemur að fjármögnun fyrirtækja. Heildaráskriftarloforð sjóðsins nema 19,5 milljörðum króna og fjárfestingartímabil hans er þrjú ár.

Sjóðurinn mun fjárfesta í skuldabréfum og lánum til fyrirtækja, sér í lagi með veði í fasteignum og fastafjármunum að því er segir í fréttatilkynningu.

Rekstraraðili sjóðsins er Júpíter rekstrarfélag hf. sem er dótturfélag Kviku banka hf. Júpíter rekur fyrir fjölmarga sjóði sem koma að fjármögnun fyrirtækja með mismunandi hætti. Heildareignir í stýringu hjá Júpíter eru um 150 milljarðar króna. Eigendur sjóðsins eru flestir af stærstu lífeyrissjóðum landsins.

Framkvæmdastjóri sjóðsins er Þorkell Magnússon en hann er jafnframt forstöðumaður sjóðastýringar hjá Júpíter. Þorkell hefur um 20 ára reynslu í eigna- og sjóðastýringu. Þá hefur hann komið að fjármögnun fyrirtækja í meira en áratug. Þorkell er verkfræðingur frá Háskóla Íslands, með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota og hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Júpíter rekstrarfélag hf. var stofnað árið 2006 og hefur frá árinu 2007 starfað með leyfi Fjármálaeftirlitsins sem rekstrarfélag verðbréfasjóða. Júpíter sérhæfir sig í stýringu fjármuna og starfrækir úrval skuldabréfa-, lausafjár- og hlutabréfasjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið rekur einnig blandaða sjóði og fagfjárfestasjóði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK