Spá óbreyttum stýrivöxtum og minni verðbólgu

Greinendur Landsbankans gera ráð fyrir að stýrivextir verði óbreyttir og …
Greinendur Landsbankans gera ráð fyrir að stýrivextir verði óbreyttir og að verðbólga sökum veikingar krónunnar fjari út. mbl.is/Árni Sæberg

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 0,75% við næstu vaxtaákvörðun 3. febrúar. Kemur þetta fram í nýrri hagsjá deildarinnar um peningamál.

„Við teljum að þróun mála og nýjar upplýsingar frá síðasta fundi nefndarinnar kalli ekki á breytingu vaxta að þessu sinni,“ segir í hagsjánni.

Greinendur bankans gera ráð fyrir því að verðbólga vegna gengisveikingar krónunnar muni fjara út þegar líður á árið að því gefnu að krónan veikist ekki frekar. Vísað er til þess að krónan hefur styrkst um 3% frá síðasta fundi peningastefnunefndar og að það bendi til þess að skemmri tími muni líða þangað til verðbólga fer aftur undir markmið en áður var gert ráð fyrir, en í nóvember spáði Seðlabankinn því að verðbólga færi í verðbólgumarkmið á þriðja fjórðungi þessa árs.

„Verðbólga í janúar mældist 4,3%. Mjög stór hluti af verðbólgunni skýrist af veikingu krónunnar á síðasta ári. Framlag innfluttra vara, án eldsneytis, til 12 mánaða verðbólgu var tæplega 2,3% í janúar en til samanburðar var það um 0,3% fyrir ári síðan,“ segir í greiningu Landsbankans.

Kaupi í auknum mæli ríkisskuldabréf

Þá segir að Seðlabankinn hafi nú takmarkað svigrúm til að lækka vexti til að skapa hvata í hagkerfinu þar sem vextir bankans eru þegar lágir. „Því má gera ráð fyrir að magnbundin íhlutun, sem felur í sér kaup Seðlabankans á íslenskum ríkisskuldabréfum og aukningu peningamagns í umferð, verði meira í kastljósinu.“

Bent er á að Seðlabankinn keypti lítið af ríkisskuldabréfum á fyrri hluta ársins 2020 en keypti síðan bréf fyrir sjö milljarða króna í nóvember og desember. Telja greinendur Landsbankans líklegt að bankinn haldi áfram slíkum kaupum á þessu ári og vísa til þess að Seðlabankinn hafi heimild til að kaupa fyrir andvirði 150 milljarða króna sem er um 5% af landsframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK