Sparar Reykjanesbæ um 200 milljónir árlega í 15 ár

Svona gæti flugstöðin litið út að loknum framkvæmdum 2021-25 meðnýrri …
Svona gæti flugstöðin litið út að loknum framkvæmdum 2021-25 meðnýrri tengibyggingu, viðbyggingu við suðurbyggingu og bílastæðahúsi. Teikning/Isavia

„Þetta mun lækka fjármagnskostnað hjá okkur um hér um bil 200 milljónir á ári næstu 15 árin,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um endurfjármögnun á skuld sveitarfélagsins við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR), en henni er nú lokið eftir að viðræður við Lánasjóð sveitarfélaga báru árangur.

Skuldin við LSR var 8,4 milljarðar til 25 ára og bar 4,2% vexti en lánin frá Lánasjóði sveitarfélaga bera umtalsvert lægri vexti.

„Lánin eru tekin í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga með veði í útsvari. Þetta eru nokkur lán enda há upphæð og það eru mismunandi kjör á þeim. En vextir eru almennt í kringum 1,5%,“ segir Kjartan Már um nýju vaxtakjörin sem hafi jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins næstu ár.

„Við getum alveg notað 200 milljónir í viðbót á ári til margvíslegra annarra hluta en að borga vexti,“ segir Kjartan Már um ávinninginn í Morgunblaðinu í dag.

Viðtalið í heild í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK