Þróa umbúðir úr þaraplasti

Julie Encausse, stofnandi Marea, hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd.
Julie Encausse, stofnandi Marea, hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd. Kristinn Magnússon

Fyrirtækið varð til í kjölfar þess að Julie Encausse vann verkefni um þara ásamt Eddu Björk Bolladóttur við Háskólann í Reykjavík. Skrifstofa Marea er í Sjávarklasanum.

Julie segir hafa komið í ljós að ekki brotni allt lífplast niður í náttúrunni. Hins vegar sé þaraplast að fullu niðurbrjótanlegt.

Marea sé að þróa tvær vörur; filmur úr þaraplasti og mótanlegt þaraplast. Þróunin sé á frumstigi en hugmyndir séu um að nota filmur m.a. til að pakka inn fiski og þaraplastið í umbúðir utan um grænmeti.

Fram undan séu frekari rannsóknir á þaraframboðinu á Íslandi og á leiðum til að framleiða plastið.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK