Rapyd fær samþykki fyrir kaupum á Valitor

Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun.
Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun. Ljósmynd/Valitor

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur samþykkt kaup ísraelska fjármálafyrirtækisins Rapyd á íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka til Kauphallarinnar, en Arion er nú eigandi Valitor. Samkeppniseftirlitið hafði heimilað kaupin fyrir sitt leyti undir lok maí sl.

Allir fyrirvarar hafa því verið uppfylltir í samkomulagi Arion og Rypyd um kaup á Valitor, en upphaflega var tilkynnt um söluna 1. júlí í fyrra. Gengið verður frá kaupunum á næstu vikum, en áætlaður hagnaður Arion af sölunni er um 5,5 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK