Pétur ráðinn til Banana

Pétur ráðinn til Banana.
Pétur ráðinn til Banana. Ljósmynd/Aðsend

Pétur Smári Sigurgeirsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri á veitingamarkaði hjá Banönum. Mun hann bera ábyrgð á sölu og vöruþróun á veitingamarkaði og sitja í framkvæmdaráði Banana.

Bananar eru stærsti innflutningsaðili á ávöxtum, grænmeti og berjum á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þá segir að síðustu 16 ár hafi Pétur starfað sem sölustjóri hjá Myllunni og stýrt allri vöruþróun, ásamt því að koma að framleiðslu og markaðsmálum. Pétur er jafnframt bakarameistari og var áður bakari og verkstjóri hjá sama fyrirtæki. 

„Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Pétur til liðs við Banana. Ráðningin er liður í innleiðingu á nýrri stefnu hjá Bönunum þar sem að við leggjum aukinn fókus á vöruúrval, vöruþróun og þjónustu við veitingamarkaðinn ásamt því að halda áfram að færa viðskiptavinum gæða vörur á sanngjörnu verði.

Pétur hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á veitingarmarkaði sem mun svo sannarlega styrkja okkur verulega í vegferðinni fram undan“ er haft eftir Jóhönnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Banana, í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK