Netverslun tvöfaldast á milli mánaða

12,6% af allri greiðslukortaveltu í verslun fór í gegnum netið …
12,6% af allri greiðslukortaveltu í verslun fór í gegnum netið í nóvember sl., en það hlutfall var að meðaltali 7,3% aðra mánuði ársins í ár. Ljósmynd/Colourbox

Heildar greiðslukortavelta á Íslandi í nóvember nam rúmum 108,7 milljörðum kr. og jókst um 20,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Gögn Rannsóknarseturs verslunarinnar (RSV) um kortaveltu innanlands sýna það ótvírætt að nóvember er netverslunarmánuður ársins, að því er segir tilkynningu frá RSV.

Þá segir, að frá árinu 2017 hafi nóvember verið stærsti mánuður ársins í innlendri netverslun en gögn RSV ná aftur til marsmánaðar það árið. Með tilkomu hinna þekktu afsláttadaga nóvembermánaðar hefur kortavelta á netinu í nóvember aukist til muna að sögn RSV.

„Alger sprenging varð í netverslun í nóvember árið 2020 og 112,5% aukning var í netverslun á milli október- og nóvembermánaðar í fyrra. Í ár tvöfaldaðist veltan næstum því, en 97% aukning var í netverslun á milli október- og nóvembermánaðar þetta árið. Mest var aukningin í ár í gjafa- og minjagripaverslunum (239%), raf- og heimilistækjaverslunum (225%) og fataverslunum (146%). Samdráttur varð þó í netverslun á milli ára, en greiðslukortavelta í verslun á netinu var 0,1% minni í nóvember sl. en hún var í sama mánuði í fyrra miðað við breytilegt verðlag,“ segir á vef RSV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK