Kom og Ampere sameinast

Friðjón R. Friðjónsson, Guðrún Ansnes og Tinna Pétursdóttir.
Friðjón R. Friðjónsson, Guðrún Ansnes og Tinna Pétursdóttir. Ljósmynd/Aðsend

KOM ráðgjöf og auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere hafa sameinast og munu fyrirtækin starfa undir merkjum KOM ráðgjafar. Guðrún Ansnes, annar eigenda Ampere, tekur við sem framkvæmdastjóri KOM af Friðjóni R. Friðjónssyni sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin níu ár. Meðeigandi Guðrúnar, Tinna Pétursdóttir, verður hönnunarstjóri KOM og mun byggja upp hönnunarteymi KOM ráðgjafar.

KOM ráðgjöf er eitt elsta almannatengslafyrirtæki landsins, stofnað árið 1986 af Jóni Hákoni Magnússyni heitnum. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að við þessa breytingu verði Friðjón og Björgvin Guðmundsson, meðeigandi í KOM, áfram í níu manna teymi ráðgjafa KOM.

„Sameiningin við Ampere eykur enn þjónustuframboð KOM, sem hefur einbeitt sér að almannatengslum, krísustjórnun, fjölmiðlasamskiptum, stjórnendaráðgjöf, greiningum, samskiptum við hagaðila og skipulagðri upplýsingagjöf,” segir í tilkynningunni. Auk þess kemur fram að Tinna og Guðrún hafi starfað fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði markaðs- og kynningarmála, gerð kynningarefnis, framkvæmd herferða og hönnun útlits.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK