Erlend netverslun jókst um fjórðung

Um er að ræða 22,7% aukningu á milli ára.
Um er að ræða 22,7% aukningu á milli ára. Ljósmynd/Colourbox

Erlend netverslun nam 2,25 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum. Jókst hún um 22,7% á milli ára, eða tæplega fjórðung.

Þá jókst fataverslun um 15%, auk þess sem 23% aukning varð í verslunum með heimilisbúnað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tekið saman gögn um erlenda netverslun frá því í janúar árið 2022. Gögnin sýna umfang einstaklinga á Íslandi í erlendri netverslun og berast gögnin mánaðarlega frá Tollinum og sýna tollafgreidda verslun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK