Geir Ólafs gerir það aftur

Í dag frumsýnir Monitor nýtt myndband með stórsöngvaranum Geir Ólafssyni við lagið „Stand By Me“. Monitor sló á þráðinn til Geirs en hann er staddur í Madríd á Spáni.

„Já ég er staddur í Madríd í heimsókn hjá unnustu minni,“ segir Geir blaðamanni. „Hún er frá Kólumbíu en starfar hérna í banka, hún er yfir markaðsdeildinni þar. Þannig að við erum í fjarbúð þar sem við skiptumst á að heimsækja hvort annað. Við kynntumst á Íslandi fyrir fjórum árum. Hún er það albesta sem komið hefur fyrir mig, hún er yndisleg stúlka og frábær í alla staði.“

Aðspurður um nýja lagið og myndbandið segir Geir lagið vera hluta af væntanlegri plötu sinni þar sem hann flytur aðeins lög eftir Jóhann G. Jóhannsson, „Stand By Me er eina lagið á plötunni sem komið hefur út áður en það var löngu fyrir okkar tíma“.

Geir fær aðstoð bæði bandarískra og íslenskra tónlistarmanna á plötunni. „Það er mikill heiður að vinna að þessari plötu með þessum frábæru hljóðfæraleikurum. Ég leyfi þó öðrum að dæma sönginn minn,“ bætir Geir við.

Myndbandið við lagið er í svokölluðum 70's-stíl og Geir gerði það í samráði við Friðrik Grétarsson og fósturdóttur hans, Maríu Rut, sem er aðeins 12 ára. „Við unnum að þessu saman ásamt fríðum flokki stúlkna sem syngja með okkur og eru í myndbandinu.“

Geir stefnir að því að halda tónleika í haust í Hörpu og fylgist Monitor að sjálfsögðu með framvindu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson