Táningar tísta sprengjuhótunum

Síðastliðinn sunnudag tísti Twitter notandinn @QueenDemetriax eftirfarandi skilaboðum til American Airlines: „Ég heiti Ibraim og ég er frá Afganistan. Ég er hluti af Al Qaida og fyrsta júní mun ég gera eittvað mjög stórt bless.“ @QueenDemetriax var þó fljót að draga í land en hún segist vera 14 ára stúlka og að vinkona hennar hafi einfaldlega ákveðið að hrekkja hana.

American Airlines tísti til baka að fyrirtækið myndi koma persónuupplýsingum um hana á framfæri við bandarísku alríkislögregluna en þó svo að slíkar staðhæfingar hafi verið sagðar ýktar tók hollenska lögreglan sig til og handtók stúlkuna 

Tístið vakti mikla athygli og svo virðist sem fleiri ungum Twitter-notendum finnist fyndið að þykjast vera hryðjuverkamenn. Flugfélögin Southwest, American Airlines, US Airways, Delta og Jet Blue hafa nú öll fengið sambærilegar hótanir á Twitter frá veraldarvefströllum sem flest eru talin vera unglingar. Hótanirnar skipta nú tugum en í nær öllum tilfellum svara flugfélögin tístunum á þá leið að þau taki allar hótanir alvarlega og sendi upplýsingar um notandann til viðeigandi yfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson