Leiktæki við Aflagranda

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leiktæki við Aflagranda

Kaupa Í körfu

Í Vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið við Aflagranda, má finna leiktæki fyrir börn sem staðið hefur óklárað mánuðum saman. Á fundi borgarráðs, sem haldinn var 12. maí síðastliðinn, kallaði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eftir tafarlausum úrbótum á leiksvæðinu „sem verið hefur í óvið- unandi ásigkomulagi frá síðastliðnu hausti“ og benti hann jafnframt á augljósa slysahættu. Á umræðuvettvangi fyrir íbúa Vesturbæjar á Facebook má finna talsvert langa umræðu um leiktækið þar sem áhyggjur fólks koma meðal annars fram. Er þar t.a.m. bent á að leiktækið hafi í fyrstu verið girt af með plastborða sem hengdur var á nokkrar keilur en eftir ábendingar frá íbúum, sem áhyggjur höfðu af öryggi barna, hafi girðing verið reist í kringum leiktækið til að halda börnum þar frá. Var það gert 29. mars síðastliðinn og átti strax í kjölfarið að þrýsta á viðkomandi verktaka að ljúka uppsetningu leiktækisins. Það stendur hins vegar enn óklárað á leiksvæðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar