Sparar kynlífið fyrir helgina

Elísabet Kristín Jökulsdóttir sparar sjálfa sig fyrir helgina.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir sparar sjálfa sig fyrir helgina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld keypti sófa Einars Ben sem hún myndi alveg vilja selja Björgólfi Thor fyrir 500 þúsund krónur eða meira.

Hvert er besta sparnaðarráðið?

„Humm.“ 

Í hvað eyðir þú peningum í vitleysu? „Að spara pening í bankanum, setja sér markmið og standa við það. Það gerði ég árið 1989 og keypti mér hús. Síðan hefur bankinn verið að reyna að ná húsinu, nei skatturinn.“


Bestu kaupin? „Bestu kaupin eru sófi Einars Ben sem ég keypti á krónu. Kærastinn minn kallar hann núna bara Einar. Einar er til sölu á hálfa miljón eða meira fyrir Björgólf Thor.“

Verstu kaupin? „Verstu kaupin eru að kaupa eitthvað handa kærastanum eins og silkiklút eða axlabönd á 10 þúsund sem hann hefur engan áhuga á og ég gleymi að skipta því fyrr en það er orðið of seint.“


Sparar þú meðvitað? „Nei, ég spara ómeðvitað. Nú er ég til dæmis að spara sjálfa mig fyrir kynlífið um helgina, þetta er reyndar meðvitað.“


Ef þú ættir milljón á lausu, hvað myndir þú kaupa? „Þá myndi kaupa trillu handa kærastanum, og kíki fyrir afganginn.“

Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

4 leiðir til að draga úr hrotum

06:00 Það getur verið lýjandi að eiga maka sem hrýtur, enda góður nætursvefn nauðsynlegur. Margir þekkja það að dangla í betri helminginn þegar hann hefur upp raust sína á nóttunni, en það leysir svo sem engan vanda. Meira »

Heldur sjúkdómseinkennum niðri með polefitness

Í gær, 22:00 Hin 23 ára Lára Björk Bender stundar polefitness af kappi og heldur sér í formi með þessari krefjandi íþrótt. Það verður að teljast sérstakt í ljósi þess að árið 2012 lamaðist hún í vinstri hlið líkamans og var í kjölfarið greind með MS en árið áður hafði hún verið ranglega greind með Bell‘s Palsy eða andlitstaugalömun. Í dag kennir Lára polefitness tvisvar í viku og æfir sjálf a.m.k. tvisvar í viku ásamt því að starfa á þjónustusviði Orkuveitu Reykjavíkur. Meira »

Vildi verða fræg

Í gær, 20:00 Anna Lára Orlowska, Ungfrú Ísland, tók þátt í keppninni svo fólk vissi hver hún væri. Hún bjóst alls ekki við því að vinna.   Meira »

Bauð 500 manns upp á vöfflur

Í gær, 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður bauð stuðningsmönnum sínum í vöfflukaffi í veðurblíðunni í Þróttaraheimilinu í Laugardalnum á sunnudaginn. Yfir 500 manns gerðu sér ferð í Laugardalinn og hlýddu á ræður stuðningsmanna. Meira »

Segir Aniston eiga að skammast sín fyrir auglýsinguna

Í gær, 16:00 Leikkonan Jennifer Aniston prýðir auglýsingar fyrir húðskrúbb frá merkinu Aveeno og hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir. Ástæðan mun vera sú að skrúbburinn inniheldur litlar plastagnir sem skolast út í hafið við notkun skrúbbsins og eyðast seint upp. Meira »

Giftu sig eftir 27 ára samband

Í gær, 13:00 Sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson gekk að eiga unnustu sína til 27 ára, Guðrúnu Huldu Pálmadóttur, á sunnudaginn var. Athöfnin fór fram í kirkjunni Borg á Mýrum og var það Hjálmar Jónsson sem gaf brúðhjónin saman. Meira »

Ætlar sjálf að flúra á sér vinstri höndina

Í gær, 09:00 „Í rauninni ákvað ég ekki að gera þetta að starfi mínu fyrr en ég var búin að flúra þó nokkra vini og vandamenn. Einn daginn áttaði ég mig á því að ég var hætt að flúra einungis vini og var farin að fá viðskiptavini sem höfðu séð verkin mín á samfélagsmiðlum.“ Meira »

Jakob og Birna selja Bjarkargötuna

Í gær, 10:13 Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir hafa sett glæsilegt heimili sitt við Bjarkargötu í Reykjavík á sölu. Um er að ræða tvær hæðir á besta stað við Tjörnina. Meira »

Stuð og stemmning hjá Magnúsi

í gær Magnús Már Guðmundsson, formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi flokksins, hélt vel heppnaða teiti í húsnæði Samtakanna '78 við Suðurgötu á dögunum. Hann vill nú komast á þing og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer 8.-10. september. Hann sækist eftir 3.-4. sæti. Meira »

Endurhlaðinn af skipsfjöl

í fyrradag Egill Ólafsson hefur sjaldan verið ferskari en nú en hann var á sjó í allt sumar. Hann segir að það reyni á alla vöðva líkamans að sigla 91 árs gamalli tréskútu. Meira »

Hættur að borða í Burberry-litunum

í fyrradag Útvarpsstjarnan og hárgreiðslumeistarinn Svavar Örn segist eiga í svolitlu basli með að halda sig inni á beinu brautinni þegar kemur að mataræði. Hann viti það ósköp vel að hann eigi ekki að borða mat í Burberry-litunum en það geti verið erfitt á köflum. Meira »

Kjóll dótturinnar kostaði 1,3 milljónir króna

í fyrradag Blue Ivy, dóttir poppdrottningarinnar Beyoncé og rapparans Jay Z, gekk sinn fyrsta rauða dregil í gærkvöldi. Kjóll þeirrar stuttu vakti gríðarlega eftirtekt en hann er frá hönnuðinum Mischka Aoki. Skartgripir söngkonunnar voru ekki síður glæsilegir, en þeir kosta 13 milljónir dollara. Meira »

Hörmulegustu dress gærkvöldsins

í fyrradag Myndbandaverðlaunahátíð MTV fór fram í gær og eins og vanalega kepptust viðstaddir við að vekja á sér athygli fyrir klæðaburð. Sumir voru glæsilegir en aðrir hafa fengið falleinkunn hjá tískusérfræðingum. Meira »

Horfðu á Ungfrú Ísland í heild sinni

í fyrradag Keppnin um Ungfrú Ísland fór fram í Hörpu á laugardaginn. Sýnt var beint frá keppninni á mbl.is. Þeir sem misstu af útsendingunni geta horft á keppnina í heild sinni hér. Meira »

Magnús Geir og Ingibjörg gift

í fyrradag Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir gengu heilagt hjónband í laugardaginn.   Meira »

Ljúffeng bláberjasulta í hollari kantinum

í fyrradag „Okkur finnst bragðið af berjunum njóta sín betur ef sultan er ekki dísæt. Við notum krydd eins og kanil, vanillu og engifer til að gefa sultunni gott bragð og minnka sykurþörfina. Og oft veljum við döðlur eða aðra þurrkaða ávexti í staðinn fyrir unninn sykur.“ Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.