Svona var samningur í Ungfrú Ísland

Linda Pétursdóttir kosin ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppni Íslands 1988 hér …
Linda Pétursdóttir kosin ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppni Íslands 1988 hér ásamt foreldrum sínum Pétri Olgeirssyni og Ástu Danýju Hólmgeirsdóttur sem sitja við hlið hennar, en fyrir aftan stendur vinur hennar Eyþór Guðjónsson og Sævar bróðir hennar, ( skyggna úr safni fyrst birt 19880525 Mappa Fegurðarsamkeppni 2 síða 20 röð 3 mynd 3d ) mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Þingkonan Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skráði sig í Ungfrú Ísland en verið er að endurvekja keppnina eftir hlé. Svona lítur samningurinn út sem keppendurnir þurftu að skrifa undir 2009. Árið 2009 var Arnar Laufdal framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland.

Samningur um þátttöku í Fegurðarsamkeppni Íslands 2009

Keppandi _____________________ kt. ______________________ samþykkir með samningi þessum að afsala sér eftirfarandi réttindum:

1.Réttinum til að sækja mál gegn keppninni, starfsfólki hennar, samstarfsfyrirtækjum, kostunaraðilum, og öðrum, hvað sem kann að koma upp á í samstarfi við þessa aðila.

2.Réttinum til að sækja bætur, hvaða nafni sem þær nefnast, til Arnars Laufdal, hvaða óhöppum sem keppandi gæti orðið fyrir í tengslum við þátttöku í keppninni. (Til dæmis ef lausar loftplötur eða heilt hljóðkerfi dytti í höfuð keppanda við æfingar á Broadway, en keppnisstaðurinn er einnig í eigu Arnars Laufdal keppnishaldara.)

3.Höfundarrétti á myndum, vídeói, texta og öllu öðru efni sem keppandi býr til í aðdraganda keppninnar eða eftir hana. Slíkt má Arnar Laufdal nota til að búa til myndir, gjafavörur, eftirmyndir o.s.frv. án höfundargreiðslna.

4.Réttinum til að semja um auglýsinga- eða kynningarstörf, framkomu í sjónvarpi, útvarði, á internetinu eða í kvikmyndum, nema fyrir milligöngu Arnars Laufdal, í þrjú ár eftir keppnina. Hafi fjölmiðlar beint samband við keppanda skal hann kurteislega neita að svara en vísa á Arnar Laufdal, sem jafnframt tekur 30% af brúttótekjum fyrir hvert verkefni keppanda.

5.Réttinum til að blogga annars staðar en á sérstakri netsíðu keppninnar nema með skriflegu leyfi Arnars Laufdal.

6.Réttinum til að vita hvað nákvæmlega felst í undirskrift við samning þennan, þar sem Arnar Laufdal getur að geðþótta breytt einhverjum skilmálanna ef slík breyting mun að hans mati stuðla að farsælu keppnishaldi.

7.Réttinum til að haga sér illa eða ósiðlega að mati Arnars Laufdal í þrjú ár eftir keppnina.

8.Réttinum til að velja og hafna ráðleggingum Arnars Laufdal varðandi framkomu og velferð keppanda.

9.Réttinum til að taka útlitsbreytingum eða missa andlega eða líkamlega heilsu í þrjú ár eftir keppnina.
Þar með talin þyngdaraukning vegna lyfjagjafar, ólétta, læknisbann við sólbekkjaböðum vegna sortuæxlis, og geðhvarfasýki.

10.Réttinum til að ráðfæra mig við aðra um efni þessa samnings.

14. nóvember 1985 Hólmfríður Karlsdóttir, 22 ára fóstra úr Garðabæ, …
14. nóvember 1985 Hólmfríður Karlsdóttir, 22 ára fóstra úr Garðabæ, var kosin Ungfrú heimur (Miss World). Hún var einnig kosin fegursta stúlka Evrópu. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál