Hilmir Snær ekur um á Maserati

Kvikmyndin er framleidd af Truenorth og leikstjóri er Óskar Jónasson.
Kvikmyndin er framleidd af Truenorth og leikstjóri er Óskar Jónasson.

Tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk, en kvikmyndin er rómantísk gamanmynd sem gerist að stórum hluta á auglýsingastofunni PIPAR\TBWA.
Það er Óskar Jónasson sem leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Hilmir Snær, Snorri Engilberts, Svandís Dóra Reimarsdóttir og Hafdís Helga Helgadóttir en Bubbi Morthens fer einnig með hlutverk í myndinni.

„Það er nú ekki leiðinlegt að láta Hilmi Snæ leika sig,“ segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri PIPAR\TBWA en Hilmir Snær leikur framkvæmdastjóra stofunnar í myndinni. „Karakterinn er samt sem áður ekki byggður á mér heldur er hann hugarsmíð Óskars. Sögusviðið er bara stofan sem ég vinn á. Til dæmis ek ég yfirleitt um á smábílum en framkvæmdastjóri PIPAR\TBWA í myndinni ekur um á Maserati.“

Auglýsingabransinn orðinn dannaður

Tökur hafa farið fram undanfarna daga og munu halda áfram næstu daga og nætur. Þá á eftir að taka upp auglýsingastofupartý. „Já, það er oft mikið um partý á auglýsingastofum en ég veit ekki hvort þau partý sem er verið að búa til í þessari mynd munu sýna á nokkurn hátt hvernig þetta er raunverulega. Auglýsingabransinn er orðinn svo dannaður í dag,“ segir Valgeir.

Kvikmyndin er framleidd af Truenorth og eins og áður sagði eru helstu leikarar Snorri Engilberts, Hafdís Helga Helgadóttir, Hilmir Snær Guðnason, Svandís Dóra Einarsdóttir. Pálmi Gests og Lilja Pálmadóttir eru þá í aukahlutverkum.

Tökur klárast núna í ágúst og frumsýning verður í febrúar 2016.

Valgeir Magnússon ekur yfirleitt um á smábílum.
Valgeir Magnússon ekur yfirleitt um á smábílum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál