Svona geta bloggarar grætt á skrifum sínum

Margir bloggarar vilja greitt fyrir vinnu sína, þó aðrir bloggi …
Margir bloggarar vilja greitt fyrir vinnu sína, þó aðrir bloggi sér til skemmtunar. Ljósmynd / Getty Images

Margir blogga sér til ánægju og yndisauka, en aðrir vilja gjarnan fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ýmsar leiðir eru til að græða á bloggskrifum, en það hefur lengi þekkst að vinsælir bloggarar fái greiðslu eða allskyns fríar vörur í skiptum fyrir skrif sín.

Í Svíþjóð, og víðar í Skandinavíu, hafa bloggarar nú tekið að nýta sér þjónustu fyrirtækis sem kallast Tourn en það gerir fólki kleift að fá greitt fyrir skrifaðar færslur með því að tengja þær völdum auglýsingaherferðum.

Líkt og sjá má á pistli blogg.se geta bloggarar í sumum tilfellum sóst eftir því að vera hluti af ákveðnum herferðum. Önnur aðferð lýsir sér þannig að bloggarar birta færslu með fyrirframvöldum ljósmyndum frá auglýsendum, og fá þá greitt fyrir hvern smell.

Mörgum þykja auglýsingar, sem og kostaðar færslur, á bloggsíðum vera á gráu svæði en skylda er að merkja slíka umfjöllun skilmerkilega. Mikið hefur verið rætt um kostaða umfjöllun á samfélagsmiðlum undanfarið, til að mynda ætlaði allt um koll að keyra þegar Kastljós var með slíka umfjöllun í upphafi árs.

Þá þekkist það einnig að vinsælir bloggarar, og Instagram-notendur geti grætt fúlgur fjár á færslum sínum.

Að vera vinsæll bloggari er eflaust draumastarf margra.
Að vera vinsæll bloggari er eflaust draumastarf margra. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál