„Gler­aug­un gera mig ekki að þeirri mann­eskju sem ég er“

Kristín Jónsdóttir, fag­stjóri nátt­úru­vá­r hjá Veður­stof­unni
Kristín Jónsdóttir, fag­stjóri nátt­úru­vá­r hjá Veður­stof­unni mbl.is/Kristinn Magnússon

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vá­r hjá Veður­stof­unni, hef­ur verið í brenni­depli síðustu vik­ur. Mik­il umræða hef­ur verið um út­lit Krist­ín­ar og þrátt fyr­ir að um­fjöll­un­in fari ekki beint fyr­ir brjóst Krist­ín­ar enda mik­il áhuga­kona um hönn­un seg­ir hún að það mætti fjalla meira um vís­inda­störf henn­ar.  

„Mér finnst at­hygl­is­vert að áhersl­an hafi verið þarna. Ég er kona í vís­ind­um og ég hef reynslu af löngu námi og vísindastörfum. Það hef­ur eng­inn verið að spyrja um það. Mér finnst það mjög skrítið þegar er verið að tala um mig sem fyr­ir­mynd, það hafa marg­ir sagt við mig að ég sé góð fyr­ir­mynd. Gler­aug­un gera mig ekki að þeirri mann­eskju sem ég er þannig að ég hefði kannski bú­ist við því að það væru meiri spurn­ing­ar um hvaðan ég væri. Hvernig ég væri kom­in í þetta starf. Mér fannst þessi fókus yf­ir­borðskennd­ur,“ seg­ir Krist­ín.  

„Ég skamm­ast mín ekk­ert fyr­ir að vera með tísku­leg gler­augu eða hafa áhuga á hönn­un. En þetta var óbal­anseruð umræða. All­ur fókus­inn var þarna,“ seg­ir Krist­ín og bend­ir á að eng­um hafi dottið í hug að spyrja út í vís­inda­afrek henn­ar. Hún fékk til dæm­is stór­an styrk í janú­ar sem hún hef­ur ekki verið spurð út í.  

Fyr­ir utan um­fjöll­un um fjöl­skyldu henn­ar á ein­um net­miðli að henni for­sp­urðri seg­ir hún umræðuna ekki fara fyr­ir brjóstið á sér.

„Ég hef verið mjög mikið í fjöl­miðlum al­veg dag eft­ir dag. Þá varð þessi fókus á út­litið og ekki á neitt annað. Mér fannst þetta óbal­anseruð umræða. Ég hef ekk­ert á móti því að fólk tali um gler­aug­un mín eða föt­in mín ef það vill. Stjúp­dótt­ir mín er í hönn­un, syst­ir mín er fram­kvæmda­stjóri Arki­tekta­fé­lags­ins og er að vinna hjá Hönn­un­ar­miðstöð. Þetta er bara eitt­hvað sem ég hef líka mik­inn áhuga á. Ég er meðvituð um umhverfismál og nota fötin mín vel og kaupi sjaldan ný. Skipti frekar við systur og vinkonur og kaupi notað ef ég get. Mér finnst kon­ur í vís­ind­um og kon­ur sem á að taka trú­an­legar geta verið alls kon­ar. Þær þurfa ekki að vera málaðar eða í fín­um föt­um en þær mega það al­veg líka. Ég hef upplifað að ekki sé tekið mark á konum ef þær eru komn­ar í fín föt og mikið málaðar og mér finnst það auðvitað ekkert í lagi.“ 

Kristín Jónsdóttir hefur staðið vaktina undanfarnar vikur vegna jarðhræringa á …
Kristín Jónsdóttir hefur staðið vaktina undanfarnar vikur vegna jarðhræringa á Reykjanesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Krist­ín seg­ist aðeins finna fyr­ir því að hún sé mikið í sviðsljós­inu núna en seg­ir það einnig hafa gerst í kring­um Holu­hrauns­gosið. „Ég veit að þetta geng­ur yfir og svo gleym­ir fólk mér inn á milli. En mér finnst þetta allt í lagi. Ég þoli þetta al­veg,“ seg­ir Krist­ín.  

Hvað ger­ir þú til þess að hlaða batte­rí­in? 

„Ég mæti í geggjaða tíma hjá Lilju Ket­ils­dótt­ur í Hreyf­ingu eldsnemma á morgn­ana. Svo er ég í vest­urafr­ísk­um dansi í Kram­hús­inu. Er búin að vera þar í mörg ár,“ seg­ir Krist­ín. Hún seg­ist reyna að halda rútín­unni þrátt fyr­ir að mikið sé að gera. Það hjálp­ar líka að passa upp á mataræðið, svefn­inn, slaka á og fara út að ganga. Hún legg­ur líka mikið upp úr því að rækta vina­sam­bönd og fjöl­skyld­bönd­in.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál