Mælir með að hjón sofi í sitthvoru herberginu

Ásdís Ásgeirsdóttir

Það er oft talið til marks um vandamál í hjónbandinu og að ástin sé kulnuð ef hjón velja að sofa hvort í sínu herberginu. En það þarf alls ekki að vera neikvætt fyrir sambandið heldur þvert á móti getur það haft mjög góð áhrif á kynlífið og jafnvel bjargað sumum hjónaböndum ef annar aðilinn kýs stundum eða alltaf að sofa í gestaherberginu.

Rannsóknir sýna að hjón sem sofa í sama rúmi eru helmingi líklegri en önnur til að glíma við svefntruflanir með tilheyrandi álagi á sambandið, að því er haft er eftir Dr. Neil Stanleys, sérfræðingi á einni af fremstu rannsóknarstofum Bretlands á sviði svefnrannsókna. Á vef Huffington Post kemur fram að ónógur svefn er í ofanálag talinn geta átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum svo sem þunglyndi, hjartaáfalli og heilablóðfalli, auk umferðarslysa sem orsakast af völdum þreytu.

Ástæðurnar fyrir svefnlausum nóttum eru ótalmargar. Á meðan börnin eru ung sofa foreldrarnir oft illa og með aldrinum eigum við mörg hver erfiðara með að festa aftur blund ef við hrökkvum upp um miðja nótt. En það kemur fleira til því öll erum við ólík. Sem dæmi má nefna að hann hrýtur, hún vill lesa lengi uppi í rúmi með ljósið logandi. Annað vill hafa heitt í herberginu, hitt vill skrúfa niður í ofninum og galopna gluggann. Hann vill sofa með þykka sæng, hún með þunna. Annað fer framúr á nóttunni til að pissa, hitt til að fá sér vatn að drekka. Hann vill vakna upp við háværa vekjaraklukku, hún við útvarpið. Og þannig mætti lengja telja.

Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál