„Umtalað hvað íslensku stelpurnar eru flottar“

Margrét Edda Gnarr.
Margrét Edda Gnarr. mbl.is/Jónas Hallgrímsson

Arnold Schwarzeneggervar í salnum þegar Margrét Edda Gnarr steig á svið á Arnold Classic-mótinu sem fram fer um núna í Ohio í Bandaríkjunum. Margrét Edda keppir í bikiní class c-flokki en hann er langstærsti flokkurinn á mótinu. 48 konur kepptu og eru 10 komnar í úrslit og er Margrét Edda þar á meðal. Þegar blaðamaður náði tali af Margréti Eddu sagði hún að mótið væri ævintýralegt.

„Við byrjuðum allar að koma fram á sviðið ein í einu og gerðum nokkrar pósur. Ég var svo spennt baksviðs og þegar ég kom fram á sviðið sá ég nokkra dómara skælbrosa til mín. Fyrir fyrsta samanburð var ég kölluð fram og vísað í miðjuna, sem er rosalega gott. Eftir samanburð fórum við út af sviðinu og biðum eftir að fá að vita hvort við kæmumst í 15 manna úrslit,“ segir Margrét Edda.

Hún var strax kölluð aftur á svið og lenti aftur í miðjunni. Hún segist hafa heyrt í Íslendingunum sem voru í salnum.

„Það heyrðist hátt í Íslendingunum sem hrópuðu á mig en það kom á óvart að ég fékk mjög góð viðbrögð hjá Könunum líka. Þetta var ótrúlega gaman.“

Til að skapa spennu þurftu keppendurnir 15 að bíða í klukkutíma til að komast að því hverjar fimm yrðu sendar heim og hverjar kæmust í 10 manna úrslit.

„Það var markmið mitt að komast í 10 manna úrslit. Næsta markmið er að komast á pall. Seinna um kvöldið fékk ég að vita að Arnold sjálfur hefði verið í áhorfendastúkunni,“ segir hún himinlifandi.

Margrét Edda stígur næst á svið í fyrramálið og er hún mjög spennt.

„Í dag ætlum við íslensku stelpurnar á flotta Arnold Classic „expóið“. Við komumst flestar áfram úr íslenska liðinu og það er umtalað hvað íslensku stelpurnar eru flottar. Við vorum meira að segja kallaðar í viðtal á erlendri sjónvarpsstöð,“ segir Margrét Edda.

Margrét Edda Gnarr.
Margrét Edda Gnarr. mbl.is/Jónas Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál