Hætt í ruslfæðinu

Jessica Simpson er hætt að borða ruslfæði og er ný talskona Weight Watchers; samtaka sem sérhæfa sig í megrunarráðgjöf. Söngkonan ákvað að breyta um lífsstíl og taka upp hollari lífshætti eftir að hún eignaðist frumburðinn, dótturina Maxwell Drew, í byrjun maí. 

Barnsfaðir Simpson er fyrrverandi NFL-leikmaðurinn Eric Johnson en þau hafa verið par frá árinu 2010. „Jessica er með Max á brjósti og hún vill tryggja að hún fái sem besta næringu,“ segir heimildamaður tímaritsins Us Weekly.

„Hún er því hætt að borða óhollan mat, fyrst og fremst barnsins vegna. Jafnframt vill hún hlúa að eigin heilsu og koma sér aftur í gott líkamlegt form eftir barnsburðinn,“ segir heimildamaður.

Simpson tilkynnti á miðvikudag að hún væri gengin til liðs við Weight Watchers og yrði talskona þeirra í framtíðinni.

„Það frábæra við samtökin er að þau kenna manni nýja siði varðandi heilsu og mataræði og einblína á langtímamarkmið. Og það er í góðu lagi að svindla stundum,“ skrifaði söngstjarnan á vefsíðu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál