Upprunalega bókin um 5:2 mataræðið komin út

5:2 mataræðið hefur farið sigurför um heiminn.
5:2 mataræðið hefur farið sigurför um heiminn.

Bók Dr. Michael Mosley, 5:2 mataræðið - einföld leið til að léttast og öðlast heilbrigðara líf, er komin út á íslensku. Bókina skrifaði hann ásamt Mimi Spencer. Hér fyrir neðan er fyrsti kaflinn úr bókinni:

Nokkra síðustu áratugi hafa komið upp tískudellur í mataræði en læknisfræðileg ráð um heilbrigðan lífsstíl hafa verið nokkurn veginn þau sömu: Borða fitusnauðan mat, taka betur á í ræktinni eða skokkinu … og aldrei nokkurn tíma sleppa máltíð. Á sama tíma hefur offituvandinn í heiminum rokið upp úr öllu valdi.

Er þá til einhver önnur nálgun sem sannanlega er árangursrík? Nálgun sem byggist á vísindum en ekki skoðunum. Ja, það höldum við: Lotubundin fasta. Þegar við lásum fyrst um meinta kosti lotubundinnar föstu vorum við efins eins og svo margir aðrir. Fasta virtist
harkaleg, erfið – og við vissum bæði að megrunarkúrar eru yfirleitt dæmdir til að mistakast.
En nú, þegar við höfum rannsakað málið ofan í kjölinn, erum við sannfærð um einstaka möguleika föstunnar. Eins og einn af sérfróðu læknunum sem við töluðum við þegar við skrifuðum þessa bók sagði: „Ekkert annað sem þú getur gert líkamanum er eins öflugt og fasta.“

Fasta er ekki ný af nálinni. Eins og við sjáum í næsta kafla er líkaminn gerður til þess að fasta. Við þróuðumst á tímum þegar fæða var af skornum skammti, við erum afkvæmi
árþúsunda saðningar eða sveltis. Ástæða þess að mannslíkaminn bregst svo vel við lotubundinni föstu kann vel að vera sú að hún endurspeglar mun betur en þrjár máltíðir á dag þær aðstæður sem mótuðu nútímamanninn.

Fasta er auðvitað trúarlegur siður hjá mörgum. Langafasta kristinna manna, friðþægingardagur gyðinga og föstumánuður múslíma eru aðeins fáein vel þekkt dæmi. Meðlimir í grísku rétttrúnaðarkirkjunni eru hvattir til að fasta í 180 daga á ári hverju (heilagur Nikulás frá Zicha segir:

„Ofát gerir manninn daufan og deigan en fasta gerir hann kátan og kjarkaðan“) og búddamunkar fasta á nýju tungli og fullu tungli hvers tunglmánaðar. Miklu fleiri virðast þó vera síborðandi. Við finnum sjaldnast til hungurs. En við erum óánægð. Með þyngdina, líkamann, heilsuna. Lotubundin fasta getur komið okkur aftur í snertingu við okkur sjálf. Hún er ekki aðeins leið til að léttast heldur einnig til góðrar heilsu og vellíðanar til lengdar. Vísindamenn eru rétt að byrja að uppgötva og gera sér grein fyrir hversu öflug aðferð hún getur verið. Þessi bók er afsprengi þessara nútímalegu rannsókna og áhrifa þeirra á það hvernig við hugsum um þyngdartap, mótstöðuafl gegn sjúkdómum og langlífi. En hún er líka niðurstaða okkar eigin reynslu. Hvort tveggja skiptir máli hér – rannsóknirnar og lífsstíllinn – og þess vegna rannsökum við lotubundna föstu frá tveimur sjónarhornum sem bæta hvort annað upp. Í fyrsta lagi útskýrir Michael vísindalegan grundvöll lotubundinnar föstu, en sjálfur notaði hann líkama sinn og læknisfræðilega þekkingu til að prófa hana sumarið 2012 þegar hann vakti athygli heimsbyggðarinnar á 5:2-mataræðinu.

Í öðru lagi setur Mimi fram hagnýtan leiðarvísi um það hvernig á að fasta á öruggan, árangursríkan og hagkvæman hátt sem fellur auðveldlega að hefðbundnu, daglegu lífi. Hún fer í saumana á því hvernig líðan fylgir því að fasta, hverju má búast við frá degi til dags, hvað á að borða og hvenær, og gefur ráð og setur fram áætlanir um hvernig einföld grundvallaratriði mataræðisins geta komið að sem bestu gagni. Eins og sjá má hér á eftir hefur lotufastan breytt lífi okkar beggja. Við vonum að hún geri það sama fyrir þig.

Hvöt Michaels: Frá sjónarhorni karlmanns

Ég er 55 ára karlmaður og áður en ég hóf könnun á lotubundinni föstu var ég eilítið of þungur: 180 sentimetrar á hæð og 85 kíló, með líkamsþyngdarstuðul 26, féll ég í ofþyngdar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hvorugur eiginmaðurinn vissi

20:00 „Fyrri eiginmaður minn reyndi mikið að gera samfarirnar fullnægjandi fyrir mig. Til að byrja með var ég hreinskilin með vangetu mína til að fá fullnægingu. Hann reyndi mjög mikið að hjálpa mér. Ég varð þreytt á því að reyna.“ Meira »

Vertu leiðtogi lífs þíns

17:54 Það er mikilvægt að geta stjórnað sjálfum sér, haft trú á hæfileikum sínum og þeim ákvörðunum sem maður tekur. Þess vegna er gott að minna sig á þau atriði sem geta hjálpað til að efla okkar innri leiðtoga. Meira »

Förðunarfræðingur Katrínar segir frá

14:54 Konan sem kenndi Katrínu hertogaynju að mála sig fyrir sitt brúðkaup hennar og Vilhjálms Bretaprins er með gott ráð í pokahorninu fyrir ferska og ljómandi húð. Meira »

Rakel hannar kertastjaka með Reflection

13:00 Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar hannaði kertastjaka með eigendum Reflections. Fyrirtækið er þekkt fyrir guðdómlega hönnun úr kristal. Meira »

Gamla íbúð Jóns Ásgeirs lækkar í verði

10:00 Glæsileg þakíbúð í New York sem Jón Ásgeir Jóhannesson átti í New York hefur enn og aftur lækkað í verði en Jón Ásgeir seldi öðrum íslenskum athafnamanni íbúðina á 22 milljónir dollara árið 2011. Meira »

Upplifði ekki að mamma elskaði mig

07:43 „Ég skammast mín dálítið fyrir þessar tilfinningar og finnst ég vera vond, ég veit ekki til þess að ég eigi eitthvað sökótt við hana mömmu, hún var ágætiskona, barngóð og ég hef í raun ekkert út á hana að setja þannig nema ég hefði viljað finna meira fyrir því að hún elskaði mig. Ég veit hún gerði það en ég upplifði það samt ekkert sérlega sterkt.“ Meira »

„Ótrúlegt að einhvern langaði að giftast mér“

í gær Ástin er í forgrunni hjá fimleikaparinu Agnesi Suto og Tomi Tuuha en þau gengu í hjónaband á eyjunni Sint Maarten 1. júní síðstaliðinn. Parið dvaldi í sjö daga í Karabíska hafinu til að láta drauminn um brúðkaupið rætast. Brúðkaupið var haldið á ströndinni og voru fjölskyldur þeirra beggja viðstaddar athöfnina. Greint er frá brúðkaupinu á vef Fimleikasambands Íslands. Meira »

Kynlíf gott fyrir gamla kolla

Í gær, 23:00 Það eru ekki bara krossgátur sem halda vitsmunum fólks í góðu lagi í seinni hálfleik. Ný rannsókn sýnir að reglulegt kynlíf beri einnig góðan árangur. Meira »

Ertu föst á rauðu ljósi?

í gær „Ég hentist út úr dyrunum, í dag, orðin allt of sein, átti vera með fyrirlestur eftir tíu mínútur. Ég setti bensíngjöfina í botn og fór á öðru dekkinu af stað. Af því að ég var svo stressuð þá gleymdi ég mér og fór í vitlausa átt og þurfti að fara í gegnum miðbæinn. Meira »

Sjáið skreytingarnar í brúðkaupinu

í gær María Másdóttir, eigandi Blómahönnunar, sá um skreytingar fyrir brúðkaup Kristbjargar Jónasdóttur og Aron Einars Gunnarssonar sem haldið var á Korpúlfsstöðum seinustu helgi. Meira »

Reykjavík skartaði sínu fegursta í boðinu

í gær Reykjavík skartaði sínu fegursta þegar bókin Reykjavík -then & now kom út. Slegið var upp teiti við Þingholtsstræti í Reykjavík þar sem boðið var upp á girnilegar veitingar og góða stemningu. Meira »

Selja 125 milljóna verðlaunahús

í gær Gunnar Smári Egilsson og Alda Lóa Leifsdóttir hafa sett 125 milljóna einbýli sitt við Fáfnisnes á sölu. Húsið var valið fallegasta hús landsins 1973. Meira »

Guðrún, Linda og Karen í stemningu

í gær Guðrún Bergmann, Linda Baldvinsdóttir og Karen Kjerúlf létu sig ekki vanta þegar Reykjavík Foods kynnti hægeldaðan lax.   Meira »

Svona fara þær að því að fá það

í fyrradag „Það tók mig langan tíma, og nokkuð marga bólfélaga, til að átta mig á því að ég get fengið fullnægingu með því að liggja á maganum og lyfta mjöðmunum (annaðhvort með eða án púða).“ Meira »

Frábært að vera miðaldra

21.6. Eftir fimmtugt hefur fólk gjarnan aukinn „frjálsan“ tíma, þ.e. ekki lengur bundið við að sinna ungum börnum og stóru heimilishaldi. Nú geturðu skipulagt tímann þinn til uppbyggilegra athafna með þig í aðalhlutverki, s.s. farið á æfingu nokkrum sinnum í viku, notið þess að fara í nuddmeðferð, stundað útivist og annað sem gerir líf þitt enn betra og skemmtilegra. Meira »

Í Alexander McQueen 17. júní

21.6. Katrín hertogaynja dressaði sig upp í bleikan Alexander McQueen kjól 17. júní. Tilefnið var þó annað en að fagna sjálfstæði Íslendinga. Meira »

Íris í Vera Design selur glæsiíbúð

í gær Íris Björk Tanyja Jónsdóttir hefur sett glæsilega íbúð sína við Strandveg í Garðabæ á sölu. Íris rekur fyrirtækið Vera Design sem framleiðir fallega skartgripi, meðal annars hring með æðruleysisbæninni. Meira »

Michelle Obama fer í vinkvennaæfingabúðir

21.6. Michelle Obama greindi frá því nýlega að hún héldi reglulega æfingabúðir fyrir vinkonur sínar. Þá hittast þær og stunda líkamsrækt saman. Ekki svo vitlaus hugmynd það. Meira »

Á fimm stjörnu lúxushóteli á Maldíveyjum

21.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir fitnessdrottning eyða nú hveitibrauðsdögunum á lúxushóteli á Maldíveyjum. Hótelið sem þau dvelja á er hið glæsilegasta enda Maldíveyjar ekki þekktar fyrir annað en lúxus og náttúrufegurð. Meira »

Aron Einar í sérsaumuðum smóking

21.6. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, kvæntist Kristbjörgu Jónasdóttur, fitness-drottningu, á laugardaginn. Hann var í sérsaumuðum fötum. Meira »