Upprunalega bókin um 5:2 mataræðið komin út

5:2 mataræðið hefur farið sigurför um heiminn.
5:2 mataræðið hefur farið sigurför um heiminn.

Bók Dr. Michael Mosley, 5:2 mataræðið - einföld leið til að léttast og öðlast heilbrigðara líf, er komin út á íslensku. Bókina skrifaði hann ásamt Mimi Spencer. Hér fyrir neðan er fyrsti kaflinn úr bókinni:

Nokkra síðustu áratugi hafa komið upp tískudellur í mataræði en læknisfræðileg ráð um heilbrigðan lífsstíl hafa verið nokkurn veginn þau sömu: Borða fitusnauðan mat, taka betur á í ræktinni eða skokkinu … og aldrei nokkurn tíma sleppa máltíð. Á sama tíma hefur offituvandinn í heiminum rokið upp úr öllu valdi.

Er þá til einhver önnur nálgun sem sannanlega er árangursrík? Nálgun sem byggist á vísindum en ekki skoðunum. Ja, það höldum við: Lotubundin fasta. Þegar við lásum fyrst um meinta kosti lotubundinnar föstu vorum við efins eins og svo margir aðrir. Fasta virtist
harkaleg, erfið – og við vissum bæði að megrunarkúrar eru yfirleitt dæmdir til að mistakast.
En nú, þegar við höfum rannsakað málið ofan í kjölinn, erum við sannfærð um einstaka möguleika föstunnar. Eins og einn af sérfróðu læknunum sem við töluðum við þegar við skrifuðum þessa bók sagði: „Ekkert annað sem þú getur gert líkamanum er eins öflugt og fasta.“

Fasta er ekki ný af nálinni. Eins og við sjáum í næsta kafla er líkaminn gerður til þess að fasta. Við þróuðumst á tímum þegar fæða var af skornum skammti, við erum afkvæmi
árþúsunda saðningar eða sveltis. Ástæða þess að mannslíkaminn bregst svo vel við lotubundinni föstu kann vel að vera sú að hún endurspeglar mun betur en þrjár máltíðir á dag þær aðstæður sem mótuðu nútímamanninn.

Fasta er auðvitað trúarlegur siður hjá mörgum. Langafasta kristinna manna, friðþægingardagur gyðinga og föstumánuður múslíma eru aðeins fáein vel þekkt dæmi. Meðlimir í grísku rétttrúnaðarkirkjunni eru hvattir til að fasta í 180 daga á ári hverju (heilagur Nikulás frá Zicha segir:

„Ofát gerir manninn daufan og deigan en fasta gerir hann kátan og kjarkaðan“) og búddamunkar fasta á nýju tungli og fullu tungli hvers tunglmánaðar. Miklu fleiri virðast þó vera síborðandi. Við finnum sjaldnast til hungurs. En við erum óánægð. Með þyngdina, líkamann, heilsuna. Lotubundin fasta getur komið okkur aftur í snertingu við okkur sjálf. Hún er ekki aðeins leið til að léttast heldur einnig til góðrar heilsu og vellíðanar til lengdar. Vísindamenn eru rétt að byrja að uppgötva og gera sér grein fyrir hversu öflug aðferð hún getur verið. Þessi bók er afsprengi þessara nútímalegu rannsókna og áhrifa þeirra á það hvernig við hugsum um þyngdartap, mótstöðuafl gegn sjúkdómum og langlífi. En hún er líka niðurstaða okkar eigin reynslu. Hvort tveggja skiptir máli hér – rannsóknirnar og lífsstíllinn – og þess vegna rannsökum við lotubundna föstu frá tveimur sjónarhornum sem bæta hvort annað upp. Í fyrsta lagi útskýrir Michael vísindalegan grundvöll lotubundinnar föstu, en sjálfur notaði hann líkama sinn og læknisfræðilega þekkingu til að prófa hana sumarið 2012 þegar hann vakti athygli heimsbyggðarinnar á 5:2-mataræðinu.

Í öðru lagi setur Mimi fram hagnýtan leiðarvísi um það hvernig á að fasta á öruggan, árangursríkan og hagkvæman hátt sem fellur auðveldlega að hefðbundnu, daglegu lífi. Hún fer í saumana á því hvernig líðan fylgir því að fasta, hverju má búast við frá degi til dags, hvað á að borða og hvenær, og gefur ráð og setur fram áætlanir um hvernig einföld grundvallaratriði mataræðisins geta komið að sem bestu gagni. Eins og sjá má hér á eftir hefur lotufastan breytt lífi okkar beggja. Við vonum að hún geri það sama fyrir þig.

Hvöt Michaels: Frá sjónarhorni karlmanns

Ég er 55 ára karlmaður og áður en ég hóf könnun á lotubundinni föstu var ég eilítið of þungur: 180 sentimetrar á hæð og 85 kíló, með líkamsþyngdarstuðul 26, féll ég í ofþyngdar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stutt og flegið í fæðingarorlofinu

Í gær, 22:50 Beyoncé er ekki bara heima í jogging-gallanum í fæðingarorlofinu. Hún er dugleg að skvísa sig upp og sýna línurnar.   Meira »

Hvernig eldhúsbekk á ég að fá mér?

Í gær, 19:50 „Mig langar svo í eldhúsbekk í eldhúskrókinn – en ég finn ekkert sem mér finnst sniðugt þó að plássið sé í raun drjúgt.“   Meira »

Góðgerlar hafa áhrif á líkamsþyngdina

Í gær, 16:50 „Alejandro Junger segir mikilvægt að hreinsa ristilinn vel og endurnýja svo flóruna með góðgerlum, til að byggja upp nýja og öflugri þarmaflóru. Hann segir hana ekki bara hafa áhrif á betri meltingu, heldur draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið – en jafnframt að heilbrigð þarmaflóða skipti miklu máli ef við viljum halda meðalþyngd á líkamanum.“ Meira »

Sólveig kokkar í hringlaga eldhúsi

Í gær, 13:50 Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Culiacan, er með ansi flott eldhús heima hjá sér í Hrauntungu í Kópavogi. Eldhúsið er hringlaga. Meira »

Saga Garðars og Snorri eiga von á barni

Í gær, 10:50 Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eru að fara að takast á við nýtt hlutverk innan skamms en þau eiga von á sínu fyrsta barni. Meira »

Ekki þverfótað fyrir glæsikonum

Í gær, 09:04 Gleðin var við völd þegar Erna Gísladóttir eigandi Snyrtistofunnar á Garðatorgi hélt teiti í tilefni af stækkun stofunnar. Í boðinu varð ekki þverfótað fyrir glæsilegum konum. Meira »

Andlitsfallið kemur upp um kynhegðun þína

í fyrradag Hvað segir andlitið um kynhvötina þína? Þeir sem eru með kassalagað andlit hafa til dæmis tilhneigingu til að hafa sterka kynhvöt. Meira »

10 óþolandi hlutir sem fólk gerir í ræktinni

Í gær, 06:00 Ert þú einn af þeim sem gengur aldrei frá lóðunum eða ráfar um búningsklefann á sprellanum? Þá gæti verið að þú værir í ónáð hjá nokkuð mörgum. Meira »

Brosti til baka þegar fólkið hló að henni

í fyrradag Í fyrsta sinn sem Jacqueline Adan klæddist sundbol í langan tíma var hlegið að henni. Adan er hætt að láta aðra hafa áhrif á það hvernig hún lífir lífinu. Meira »

Kidman tók Sigmund Davíð á þetta

í fyrradag Nicole Kidman mætti í ósamstæðum skóm á Emmy-verðlaunahátíðina. Það þykir víst í lagi enda mætti Sigmundur Davíð þannig skóaður þegar hann hitti Barrack Obama. Meira »

Mættu allar fyrir tilviljun í eins kjólum

í fyrradag Þær voru ekki brúðarmeyjar og það var ekki samantekið ráð hjá sex konum að mæta eins klæddar í brúðkaup.   Meira »

Korter í áttrætt með hárlengingar

í fyrradag Jane Fonda mætti mætti í bleikum kjól með hárlengingar og sléttað hár á Emmy-verðlaunahátíðina. Hárgreiðslan var ágætis tilbreyting frá annars fallega liðaða hárinu sem hún hefur skartað að undanförnu. Meira »

Er hægt að stækka brjóst með fituflutningi?

í fyrradag Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, er spurð að því hvort hægt sé að stækka brjóst með því að sjúga fitu af öðrum líkamshlutum. Meira »

Vann sig í gegnum erfiða lífsreynslu

19.9. „Á þessum tíma var ég að vinna mig frá erfiðum tímabilum sem höfðu bankað upp á í mínu lífi og ég bara verð að viðurkenna að það opnaðist nýr heimur fyrir mér þegar ég lærði markþjálfunina og í framhaldinu einnig NLP-markþjálfun.“ Meira »

Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

19.9. „Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni.“ Meira »

Áföllin komu Thelmu áfram

19.9. Thelma Dögg Guðmundsen opnaði sinn eigin vef á dögunum, Guðmundsen.is. Sjálf kynntist ég Thelmu örlítið þegar hún keppti í Ísland Got Talent í fyrra en hún syngur ákaflega vel og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Thelma segir að áföll í lífinu hafi komið henni á þann stað sem hún er núna á. Meira »

„Ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu“

19.9. „Í hvert skipti sem ég hitti konu, ég veit ekki, ég þjáist af mjög sérstökum félagslegum klaufaskap. Það er erfitt fyrir mig að virka á allan hátt, þar á meðal að anda. Afleiðingin: ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu.“ Meira »

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

19.9. „Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því,“ segir Olga Helena Ólafsdóttir. Meira »

Spikið burt með einum plástri

19.9. Vísindamenn eru að þróa plástra sem geta minnkað fitu um 20 prósent. Bráðum getum við sleppt því að fara í ræktina og plástrað á okkur líkamann. Meira »

Baðkarið var í eldhúsinu

19.9. Hollywood-stjörnur á borð við Susan Sarandon búa yfirleitt í glæsihýsum en það er ekki þar með sagt að þær hafi alltaf gengið um á marmara. Meira »