„Heilsugelið“ inniheldur sömu efni og sælgæti

Björn Geir Leifsson skurðlæknir.
Björn Geir Leifsson skurðlæknir.

„Ég var nýlega spurður álits á Berry.En-Aktiv sem er vara sem auglýst er og seld hér á landi sem meðal gegn liðvandamálum, brjóskskemmdum og slitgigt. Varan er seld í kössum með mörgum litlum skammtapokum sem innihalda smávegis af bragðbættum hlaupkenndum vökva til inntöku. Seljendur kalla vöruna ýmist „heilsufæði“ eða „heilsugel“ og loforðin um ágæti efnisins fyrir heilsuna eru fjölbreytt og litrík og auglýsingarnar af ýmsu tagi. Mest virðist varan vera seld í kunningjakeðjum og með auglýsingum manna milli á samfélagsmiðlum,“ segir Björn Geir Leifsson skurðlæknir á bloggsíðu sinni.

Björn Geir athugaði innihaldsefni vörunnar og komst að því að samsvarandi vara hvað varðar innihaldsefni og áhrif á mannslíkamann sé í raun nammibarir stórverslana. Í pistli sínum rökstyður hann hvers vegna hann heldur þessu fram:

„Að gera svona álitamáli góð og vönduð skil krefst mikillar vinnu og ekki er hægt að afgreiða það í stuttu máli því mikið er í húfi þegar um er að ræða gagnrýni á viðskipti og markaðssetningu og fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Því er grein þessi óhræsilega löng.
Þeir sem ekki nenna að lesa allt geta skrunað niður í samantektina og ákveðið síðan hvort þeir vilji lesa rökstuðninginn,“ segir hann.

Sjálfur er Björn Geir með slæma slitgigt og hefur hann leitað logandi ljósi að hjálp sem gæti bætt líðan hans.

Þessi leit hefur ekki skilað neinu öðru gagnlegu en því sem í dag er mælt með af sérfræðingum, að taka mátulega virk verkjalyf og hreyfa sig mikið og lifa heilbrigðu lífi með fjölbreytt og skynsamlegt mataræði og lífsstíl. Það sem ég fann við skoðun á Berry.En vörunum breytir þessu ekki.

Áskorunin

Góður vinur minn hafði keypt kassa af Berry.En Aktiv af kunningja sínum með margvíslegum loforðum um að neysla þess myndi bæta úr einkennum svo sem stirðleika og verkjum. Það stóð heldur ekki á áhrifunum. Nánast daginn eftir að neysla vörunnar hófst upplifði vinurinn að stoðkerfisóþægindin höfðu skánað. 

Þegar ég leit á innihaldslýsinguna sem er að finna á netsíðu seljanda varð ég alvarlega hugsi:

Vatn, kollagen-hýdrólýsat (40%), frúktósi, sítrónusafaþykkni, vítamín C, náttúrulegt bragðefni, hleypiefni (xanthangúmmí, guargúmmí)“

Innihaldsefni þessi eru ekki einu sinni líkleg til þess að hafa áhrif á stoðkerfisvandamál, hvað þá að áhrifin komi fram innan sólarhringa eins og upplifun vinar míns gefur í skyn.

Viðkomandi sagðist reyndar ekki hafa trúað á þetta en fyrst batinn lét ekki á sér standa hlyti að vera eitthvað varið í vöruna svo efasemdarorðum mínum var tekið með efablandinni undrun. Því ákvað ég að kafa dýpra og skrifa um málið í stað þess að karpa þarna við minn kæra vin,“ segir hann.

HÉR er hægt að lesa greinina í heild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál