„Ég er algjörlega fallinn fyrir Maroccanoil“

Sigrún Ægisdóttir hárgreiðslumeistari á Hársögu.
Sigrún Ægisdóttir hárgreiðslumeistari á Hársögu. Ljósmynd/Silla Pálsdóttir

Hárgreiðslumeistarinn Sigrún Ægisdóttir hefur unnið til fjölmargra verðlauna á sínu sviði. Hún hefur rekið hárgreiðslustofu sína, Hársögu á Hótel Sögu, frá árinu 1982. Sigrún hugsar vel um sig, hreyfir sig reglulega og fer mánaðarlega á snyrtistofu. Ég spurði hana spjörunum úr. 

Hvað gerir þú til að líta betur út?

Ég fer í líkamsræktina og þar kemur Ingimundur, einkaþjálfari World Class á Seltjarnarnesi, sterkur inn. Auk þess fer ég mikið í sund og í göngutúra. Ég fer á snyrtistofu allavega einu sinni í mánuði og hef gaman að því að klæða mig og snyrta og fylgist vel með tískunni.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Ég styð Systrasamlagið á Nesinu og fæ mér grænan drykk á hverjum degi og oft sérlega góðar samlokur með geitaosti og pesto. 

Er eitthvað sem þú ert alveg hætt að borða í seinni tíð? Kók light og brauð datt út af vinsældalistanum. Nú vel ég ferska fæðu. Maturinn hjá Sollu í Gló er í uppáhaldi hjá mér.

Hvert er besta bjútítrixið í bókinni? Að vera hamingjusamur og glaður og að líða vel andlega og líkamlega.

Hvernir farðar þú þig dagsdaglega? Á sumrin nota ég Sensai bronzing gel og á veturna nota ég farða frá MAC á andlitið á mér. Ég nota alltaf smáaugnskugga og set línu í kringum augun. Auk þess nota ég alltaf smá Bobbi Brown kinnalit, varalitablýant og varalit, smá gloss og mjög mikinn maskara. 

Hvaða snyrtivörur finnurðu í snyrtibuddunni þinni?

Sensai- eða MAC-farða, Bobbi Brown-kinnalit, MAC-augnskugga og augnblýant. Clinique-varalitablýant nr. 39 og Beige plum-varalit frá Clinque nr. 44, matt sude-maskara frá Helena Rubinstein.

Hvað gerir þú til að slaka á? Ég slaka vel á í gufu og sundi. Svo finnst mér rosalega notalegt að vera heima í sófanum og horfa á sjónvarpið með fjölskyldunni. Ég verð samt að segja að ég slaka mest á í sumarfríi á Ítalíu sem ég fer í á hverju ári.

Hvað um hárið, hvernig er best að hugsa um það þegar vetra tekur? Ég er algjörlega fallinn fyrir Moroccanoil-sjampói, -djúpnæringu, -næringu og -olíunni. Þar sem hárið þornar mikið á sumrin í sundi sól er nauðsynlegt að dekra við það. Ég er svolítið að vinna í því núna. Svo lita ég reglulega á mér hárið og klippi það og passa að nota alltaf góðar vörur í hárið á mér.

Sigrún notar Moroccanoil í hárið á sér.
Sigrún notar Moroccanoil í hárið á sér.
Bronzing gelið frá Sansai er mikið notað.
Bronzing gelið frá Sansai er mikið notað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál