Skrásetja þyngdartap sitt með sjálfsmyndum

Millie Mackintosh er dugleg að birta bikiní-myndir af sér á …
Millie Mackintosh er dugleg að birta bikiní-myndir af sér á Instagram. Instagram

Átröskun er vaxandi vandamál og vilja einhverjir sérfræðingar meina að selfie-æðinu sem herjar nú á ungu kynslóðina sé um að kenna. Instagram og aðrir samskiptamiðlar eru undirlagðir af „selfies“ þar sem fólk keppist um að líta sem best út og „því grennri, því betra“ virðist vera mottó margra. Ungar konur skrásetja þá jafnvel þyngdartap sitt með sjálfsmyndum.

Sálfræðingurinn og ráðgjafinn Alex Yellowlees segir að fjölda ungra kvenna sem þjást af átröskun birta gjarnan myndir á samskiptamiðlum sem sýna þær fáklæddar. Þessar myndbirtingar mynda samkeppni að sögn Yellowlees. Þessi samkeppni setur þrýsting á ungar og áhrifagjarnar konur sem þróa jafnvel með sér átröskun og aðra hættulega sjúkdóma.

„Sumir einstaklingar taka margar myndir af sér í gegnum veikindin og deila þeim með öðrum. Þeir vilja halda skrá yfir veikindi sín,“ útskýrir Yellowlees. Hann segir ungar konur vera í meirihluta þeirra sem taka slíkar sjálfsmyndir sem sumir kalla „thinspiration-myndir“. Símtækin gera okkur auðvelt fyrir og fólk nýtir sér þau til að tjá sig að sögn Yellowlees.

Vó 40 kíló og vildi veita öðrum innblástur

Ung kona að nafni Holly Temple glímdi við átröskun og hélt úti myndadagbók í veikindum sínum. Hún hefur nú stigið fram til að vara aðra við. Temple hélt úti bloggi þar sem hún birti myndir af sjálfri sér sem áttu að veita henni og öðrum innblástur til að létta sig. Temple vó um 40 kíló þegar hún var upp á sitt versta. Hún var lögð inn á spítala og fékk þá hugljómun. Hún lokaði blogginu og hélt fyrirlestra fyrir stúlkur í sömu sporum og hún var í.

Yellowlees segir þessi skilaboð sem ungar stúlkur séu að senda hver annarri vera óhugnanleg. „Einhver svona bloggsíða kallar mat „óvin“ á meðan aðrar segja að garnagaul sé leið líkamans til að fagna sjálfsaganum.“

„Við erum að takast á við faraldur þar sem konur eru aldrei ánægðar með líkama sinn og þróa jafnvel með sér átröskun. Um 1,6 milljónir manna í Englandi þjást af átröskun af einhverju tagi, 11% þeirra eru karlmenn,“ sagði Yellowlees í viðtali við Mail Online.

Kendall Jenner birti þessa sjálfsmynd á Instagram.
Kendall Jenner birti þessa sjálfsmynd á Instagram. Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál