Hóf ferilinn með Jane Fonda-leikfimi

Ágústa Johnson er búin að kenna hóptíma síðan á níunda …
Ágústa Johnson er búin að kenna hóptíma síðan á níunda áratugnum. Hér er hún í fantaformi.

Ágústa Johnson hóf feril sinn sem Jane Fonda leikfimiskennari á níunda áratugnum. Síðan þá hefur margt breyst en það sem breytist ekki er að maður er manns gaman og því eru hóptímar alltaf jafnvinsælir. Nú leitar Ágústa að nýjum hóptímakennurum og segir að viðkomandi verði að hafa brennandi áhuga á heilsurækt, vera orkumikill og hvetjandi og tilbúinn til að læra og vinna af fagmennsku.

„Hóptímarnir eru í stöðugri þróun. Ég byrjaði að kenna Jane Fonda leikfimi sem var eiginlega upphafið af hóptíma æðinu sem fór af stað á 80´s tímabilinu. Þetta þróaðist svo smátt og smátt í meiri fjölbreytni. Tímar sem voru vinsælir í gamla Eróbikk Stúdíóinu í denn voru til dæmis Magi, rass og læri, Púltími og Fitubrennsla. Tímarnir byggðust flestir á „high impact“ hoppi í bland við hefðbundnar leikifmisæfingar, þ.e. styrktaræfingar m. eigin líkamsþyngd. Svo komu lóðin meira inn og síðar pallar og spinning hjól og smám saman hefur þróunin verið í átt að meiri og meiri fjölbreytni og sérhæfni. Úrval æfingakerfa í dag er mikið og fjölbreytt, Yoga, Pilates, Zumba, Eftirbruni, Lyftingar, Spinning, Les Mills æfingakerfin, Stöðvaþjálfun, Club Fit o.s.frv. Krefjandi tímar, rólegri tímar, æfingar með og/eða án áhalda og allt þar á milli. Það er eitthvað í boðið fyrir alla og allt í boði fyrir hvern og einn,“ segir Ágústa.

Ágústa segir að fólk leiti eftir því að hóptímar séu skemmtilegir, hnitmiðaðir og árangursríkir.

„Hressir og skemmtilegir kennarar sem kunna sitt fag eru alltaf afar vinsælir og tímar þeirra eru oftast fullbókaðir,“ segir hún og segir á hóptímar séu vinsælir því maður sé manns gaman.

„Það er skemmtileg félagsleg upplifun að æfa í hóp, fólk fær hvatningu frá hinum og tekur gjarnan betur á fyrir vikið og nær þá jafnvel betri árangri. Tónlistin spilar stórt hlutverk í hóptímum, og gjarnan skapast mikil stemning og fjör. Lykilatriði er að hafa gaman af líkamsþjálfuninni. Hóptímar í líkamsþjálfun hafa verið geysilega vinsælir hér á landi í marga áratugi og er ekkert lát á nema síður sé.“

Á föstudaginn verður Hreyfing með árlegt inntökupróf kl. 13.00.

Ágústa Johnson hér fyrir miðju árið 1989.
Ágústa Johnson hér fyrir miðju árið 1989.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál