Byrjaði að þyngjast fyrir tveimur árum

Unnur Elva Arnardóttir.
Unnur Elva Arnardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Unnur Elva Arnardóttir byrjaði að fitna fyrir um tveimur árum. Hún yrði sátt ef hún yrði 79 kg en himinlifandi ef hún yrði 74 kg.

Aldur: 47 ára

Starf: Deildarstjóri á fyrirtækjasviði hjá Símanum

Hjúskaparstaða: Trúlofuð og sæl í rúm 18 ár.

Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Rúm tvö ár síðan.

Hvað hefur það, að vera ekki alveg í kjörþyngd, haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Þetta hefur líkamleg áhrif á mig, ég mátti ekki þyngjast út af bakinu á mér, einnig eru verkir í hælum vegna þyngdar, föt passa illa á mig.

Hvað myndir þú vilja vera þung? Draumastaða er 74 kíló en í þessum áfanga er talan 79 sem ég stefni á.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að vera með fjölskyldu minni, ferðast og borða góðan mat.

Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Ég fæ mikinn stuðning frá fjölskyldu minni, það skiptir miklu máli, mæti í ræktina sex til sjö sinnum í viku og borða reglulegar máltíðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál