Er hægt að missa tilfinninguna í geirvörtum við minnkun?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér fær hún spurningu frá konu varðandi brjóstaminnkun.

Getur kona misst tilfinninguna í geirvörtunum við brjóstaminnkun?

Þórdís Kjartansdóttir.
Þórdís Kjartansdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Já, kona getur misst tilfinninguna í geirvörtunum við brjóstaminnkun en það er sjaldgæft. Kona með mjög stór og sigin brjóst þar sem fjarlægðin á milli viðbeins og geirvörtu er mjög mikil (>30cm) er líklegri til að missa tilfinninguna. Þetta er sem betur fer sjaldgæft og fer eftir tegund skurðaðgerðar sem notuð er við brjóstaminnkunina. Þegar brjóstalyfting er framkvæmd og lítið af kirtilvef fjarlægður þá er þetta mjög sjaldgæft.

Með góðri kveðju

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál