Segir öllum að hún sé með kynfæraherpes

Ella Dawson er ófeimin við að segja fólki að hún …
Ella Dawson er ófeimin við að segja fólki að hún sé með kynfæraherpes. womenshealthmag.com

Menntaskólaneminn Ella Dawson er með kynfæraherpes og lætur fólk vita af því. Dawson tók ákvörðun um að tala opinskátt um kynsjúkdóminn vegna þess að hún vill vekja athygli á að þetta er ekkert til að skammast sín fyrir.

Dawson smitaðist af herpes fyrir tveimur árum og sex mánuðum síðar var hún farin að segja öllum sem á vegi hennar urði frá því. Dawson skrifaði svo um uppátæki sitt í Women‘s Health Magazine á dögunum. Greinin hefur vakið mikla athygli. 

Dawson rifjar upp kvöldið sem fékk hana til að byrja að tala opinskátt um sjúkdóminn. „Engar áhyggjur. Ég er ekki með herpes eða neitt,“ sagði strákur sem var staddur í sama partíi og Dawson. Þetta sagði hann eftir að hafa beðið hana um sopa af bjórnum hennar.

„En fyndið. Vegna þess að ég er með kynfæraherpes,“ sagði Dawson við strákinn. Hún segir hann hafa orðið mjög vandræðalegan. „Ekki vegna þess að hann hryllti við mér heldur vegna þess að hann fattaði hversu asnalegt grín hann hafði gert á minn kostnað. Hann bað mig margoft afsökunar.

Algengt að fólk grínist með herpes

Dawson segir algengt að fólk grínist með herpes og sé með fordóma fyrir fólki sem hefur hann. Þess vegna fannst henni mikilvægt að opna sig um málið og vonandi draga þannig úr fordómum annarra.

Kynsjúkdómalæknirinn Peter Anthony Leone kannast við þessa fordóma. „Herpes hefur verið álitinn sjúkdómur sem lauslátt og slæmt fólk fær,“ útskýrir Leone í viðtali við The Washington Post. Hann kannast þá við að fólk missi mikið sjálfstraust vegna sjúkdómsins vegna þess að annað fólk er með fordóma fyrir honum.

Hægt að smita sjálfan sig af kynfæraherpes

Margir telja að aðeins lauslátt fólk geti smitast af kynfæraherpes.
Margir telja að aðeins lauslátt fólk geti smitast af kynfæraherpes.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál