Þetta er ofurfæðan sem þú borðar ekki nóg af

Kræklingur er lostæti, og bráðhollur ef marka má Dr. William …
Kræklingur er lostæti, og bráðhollur ef marka má Dr. William Cole. Sverrir Vilhelmsson

Dr. William Cole jós úr viskubrunni sínum og skrifaði lítinn pistil um nokkrar bráðhollar fæðutegundir sem alla jafna fá ekki mikla athygli. Allra síst þegar ofurfæðu ber á góma, og nei, grænkál er ekki á listanum.

Pistilinn í heild sinni má lesa á vef Mindbodygreen.

Sjávargróður

Til dæmis: Nori, rauðþörungar (e. dulse), kombu, kelp, arame, írskur mosi (e. Irish moss) og alaria esculenta.

Hversu oft: Að minnsta kosti einu sinni í viku.

Sjávargróður inniheldur ríkulegt magn stein- og snefilefna. Í honum er að finna B-, C-, og K-vítamín, auk þess sem hann inniheldur joð sem er nauðsynlegt svo skjaldkirtillinn virki með besta móti.

Sjávargróður inniheldur einnig efni sem hafa bólguhamlandi áhrif, auk þess að gagnast þeim sem þjást af sykursýki 2.

Hægt er að leggja sjávargróðurinn í bleyti og borða hann hráan, bæta honum í súpur, eða kaupa hann þurrkaðan og nota sem krydd í ýmsa rétti.

Lífrænn innmatur

Til dæmis: Lifur, nýru, hjörtu eða briskirtill.

Hversu oft: Að minnsta kosti einu sinni, til tvisvar, í viku.

Fólk hefur gjarnan sterkar skoðanir á innmat, það annað hvort elskar hann, eða hatar. Það sem margir vita ekki er að innmatur hefur að geyma fjöldann allan af lífsnauðsynleg næringarefni.

Lifur er til að mynda rík af kólini og B9-vítamíni (fólínsýru), í nautalifur er að finna ríkulegt magn af B12 vítamíni auk þess sem innmatur er fullur af CoQ10 sem nauðsynlegt er fyrir hjartaheilsu.

Auðvelt er að verða sér úti um ýmis fituleysanleg vítamín, svo sem A, D, E og K2, með því að borða innmat. En þau skortir oft í vestrænt mataræði.

Skelfiskur

Til dæmis: Ostrur, sandskel (e. Clam), kræklingur, hörpudiskur, humar, krabbar, rækjur og sæsnigla.

Hversu oft: Að minnsta kosti einu sinni, til tvisvar í viku.

Í skelfisk er að finna zinc, en rannsóknir sýna að hörgull á því getur leitt til ójafnvægis í líkamanum, til að mynda streitu og kvíða. Zinc er einnig mikilvægt fyrir ónæmiskerfið.

Ostrur eru auk þess ríkuleg uppspretta járns.

Villtur fiskur

Til dæmis: Bleikja, silungur, túnfiskur sem veiddur er á stöng og lax.

Hversu oft: Að minnsta kosti þrisvar í viku.

Ofantalinn fiskur hefur að geyma mikið af Omega-3 fitusýrum sem taldar eru vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum, auk þess að lækka kólesteról í blóði, vinna gegn gigt, athyglisbresti og ofvirkni og svo mætti lengi telja.

Þessar fitusýrur er líka að finna í jurtaríkinu, svo sem í chia- og hörfræjum, en séu þær fengnar þaðan eru þær ekki taldar nýtast líkamanum eins vel.

Lambahjörtu er bráðholl og ódýr fæða.
Lambahjörtu er bráðholl og ódýr fæða. Ljósmynd/Kjarnafæði
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál