Ert þú með kalíumskort?

Kalíumskortur getur orsakað þreytu.
Kalíumskortur getur orsakað þreytu. Skjáskot Huffington Post

Þegar þú hugsar um lífsnauðsynleg vítamín gleymir þú að öllum líkindum kalíum (e. potassium). Það er kannski ekki mjög umtalað vítamín, en lífsnauðsynlegt engu að síður. Margir fá alls ekki nægt kalíum úr fæðunni, en erfitt getur verið að fylgjast með inntöku þess.

Á vef Prevention er að finna 5 vísbendingar sem benda til þess að þú sért ekki að fá nægt kalíum.

Maturinn þinn er ekki litskrúðugur
Neysla á grænmeti og ávöxtum er besta leiðin til að fá kalíum. Vendu þig á að borða ferskan, hollan og litskrúðugan mat. Spínat, bananar, lárperur, jarðarber og spergilkál innihalda til að mynda mikið kalíum.

Þú ert þreytt og veikburða
Fjölmargar ástæður geta legið að baki síþreytu. Ef þú ert þreytt og illa upplögð, þrátt fyrir að fá nægan svefn er gott ráð að auka inntöku á kalíumríku grænmeti og ávöxtum.

Ef líðan þín lagast ekki er tímabært að ráðfæra sig við lækni.

Hár blóðþrýstingur
Yfirþyngd, fjölskyldusaga og of mikil saltneysla getur leitt til of hás blóðþrýstings. Kalíum er gott því það vegur upp á móti natríumi, en margir borða allt of mikið af söltum mat, en of lítið af grænmeti og ávöxtum.

Þú færð oft sinadrátt
Ef þú kannast við þessa sársaukafullu vöðvakrampa getur skorti á kalíum verið um að kenna.

Hjartsláttartruflanir
Alvarlegur kalíumskortur getur verið lífshættulegur. Ef hjartað berst um í brjósti þér, það flöktir eða þér líður líkt og sé á leiðinni út úr brjóstholinu ættir þú að leita þér aðstoðar læknis þegar í stað.

Jarðarber eru rík af kalíum.
Jarðarber eru rík af kalíum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál