Hvers vegna sofna karlmenn eftir kynlíf?

Karlmenn eiga það til að sofna skömmu eftir að hafa …
Karlmenn eiga það til að sofna skömmu eftir að hafa fengið fullnægingu, konum þeirra stundum til mikillar gremju. Skjáskot Self.com

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna kærasti þinn, bólfélagi eða eiginmaður sofnar gjarnan um leið og þið ljúkið ykkur af?

Svarið, segir svefnráðgjafinn og læknirinn W. Cristopher Winter, felst í hormóninu prólaktín sem losnar úr læðingi í miklu magni í líkama karlmanna eftir að þeir fá fullnægingu. Prólaktín hefur hamlandi áhrif á dópamín, taugaboðefni sem meðal annars gerir það að verkum að auðveldara er að halda sér vakandi. Konur framleiða þó mun minna af hormóninu en karlar líkt og fram kemur í pistli sem birtist á Women's Health.

Þess að auki hækkar magn gleðihormónsins oxytósíns á meðan kynlífi stendur, en það hefur í för með sér að auðveldara er að slaka á og sleppa tökum á streituvaldandi hugsunum, sem aftur gerir það að verkum að auðveldara reynist að festa svefn. Auðvitað bætir svo ekki úr skák ef ljósin eru slökkt, en þá fær líkaminn þau skilaboð að kominn sé háttatími og fer að framleiða melatónín.

Þegar þessi þrjú efni, prólaktín, oxytósín og melatónín koma saman er það iðulega ávísun á blund.

Þessi þreyta er þó hugsanlega ekki ákjósanleg, en Winter bendir á að ýmislegt megi gera til að stemma stigu við henni. Þá geti verið gott að hafa ljósin kveikt og velja stellingu þar sem maðurinn liggur ekki á bakinu ef hann á ekki að sofna um leið og fjörinu er lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál