Ráðherra þarf að auka vöðvamassa

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.

„Boditrax er háþróuð tækni sem mælir samsetningu líkamans og er notað af mörgum virtum heilsustofnunum víða um heim.  Með 30 sekúndna prófi færðu niðurstöður um marga mismunandi þætti sem gefa mikilvægar upplýsingar um vöðvamassa, fitu, vatnsmagn, grunnbrennslu og innri fitu. Tækið notar svo tölfræði til að meta ástand þitt miðað við hæð, þyngd, aldur og gefur þér upp líffræðilegan aldur,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. 

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Boditrax virkar þannig að fólk stendur berfætt á vigt með innbyggðum nemum og heldur utan um aðra nema.  

„Tækið sendir vægan rafstraum (50Khz, 800µA) milli nemanna sem mæla hraðann á leiðinni. Hve hratt straumurinn nær að ferðast um ákveðin svæði líkamans segir til um hvaða magn er af hverjum vef á svæðinu. Vöðvamassi er til dæmis með mikið vatnsmagn og straumur fer hratt í gegn en fita er með lítið vatnsmagn og hefur því hæga leiðni. Við skráum inn upplýsingar um hæð og aldur. Boditrax reiknar svo aðrar tölur út frá þessum upplýsingum,“ segir hún. 

Boditrax er fyrir 18 ára og eldri og segir Ágústa að það sé vinsælt í heilsurækt hjá byrjendum til að taka stöðuna í upphafi. Hún segir líka að fólk komi gjarnan á nokkurra vikna fresti til að fylgjast með framvindunni. 

„Einnig kemur mikið af metnaðarfullu íþróttafólki í mælingu sem vill fylgjast náið með sínum árangri.   Allir sem koma í mælingu fá aðgang í skýinu og geta haldið þar utan um sínar mælingar í tölvunni eða appi í símanum.“

Kristján Þór Júlíusson skoðar mælinguna sína í Broditrax tækinu.
Kristján Þór Júlíusson skoðar mælinguna sína í Broditrax tækinu. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra kom í Boditraxmælingu til Ágústu.

„Við aðstoðuðum hann að setja sér mælanleg og raunhæf markmið miðað við hans líkamsástand. Hann hefur verið önnum kafinn undanfarna mánuði og ekki gefið sér tíma til að sinna heilsu sinni nægilega vel með reglulegri hreyfingu,“ segir Ágústa og bætir við: 

„Kristján þarf að auka vöðvamassann og fituprósentan var of há hjá honum. Það er munur á vöðvamassa milli hægri og vinstri fótleggja sem hann þarf að reyna að jafna út með æfingum. Innri fitan (innyflafitan) var of mikil hjá honum sem er sú fita sem er hættulegust heilsunni og eykur hættu á lífsstílssjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og/eða  sykursýki 2.  Líkamlegt ástand Kristjáns var ekki alveg nógu gott en tölurnar eru ekki mikið yfir eðlilegum mörkum. Líffræðilegur aldur hans var 3 árum eldri  en hann er í raun og veru. Við settum markmið með Kristjáni að setja heilsuna ofar í forgangsröðuninni og mæta oftar í heilsurækt.  Hann  þarf að auka vöðvamassann og í leiðinni auka hvíldarbrennsluna hjá sér. Einnig þarf hann að gera breytingar á mataræðinu til þess að ná innri fitunni niður,“ segir hún. 

Nauðsynlegt er að fara úr sokkunum á meðan mælingin fer ...
Nauðsynlegt er að fara úr sokkunum á meðan mælingin fer fram. mbl.is/Árni Sæberg

Ágústa segir að Hreyfing hafi ákveðið að taka Broditrax-tækið í notkun til þess að vera í fremstu röð varðandi fagmennsku sem er eitt af gildum Hreyfingar.  

„Við höfum boðið upp á heilsuræktarnámskeið og almenna líkamsrækt í áratugi með hæfum og reyndum kennurum og nú seinni ár höfum við bætt við tækninni. Við vinnum mikið með púlsmæla í hóptímum og mælum líka álag í hjólatímum. Boditrax er skemmtileg og mikilvæg viðbót þar sem fólk getur tekið stöðuna á líkamsástandi sínu og sett sér mælanleg markmið með okkar hjálp.“

Ágústa Johnson fylgist með að allt fari rétt fram.
Ágústa Johnson fylgist með að allt fari rétt fram. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Ágústa er spurð að því hvort fólk sé almennt í lélegra formi en það gerir sér grein fyrir segir hún að það sé allur gangur á því.  

„Sumir eru í betra standi en þeir búast við og aðrir í verra. Markmið fólks eru líka mjög mismunandi. Sumir hafa alltaf verið duglegir í líkamsrækt og mæta reglulega, þeirra markmið eru ef til vill að halda sér eins og þeir eru meðan aðrir eru í átaki eða jafnvel að taka sín fyrstu skref í heilsuræktinni. Margir koma í mælingu þegar þeir eru að byrja og vilja sjá breytinguna og muninn sem á sér stað við þjálfunina. Fólk sér líka svart á hvítu ef það er ekki að ná árangri og sér að það þarf eflaust að æfa meira, æfa öðruvísi eða breyta mataræði til þess að ná þeim árangri sem það sækist eftir,“ segir hún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Drew Barrymore er snyrtivörufíkill

06:00 Leikkonan Drew Barrymore á veglegt safn af snyrtivörum enda lýsir hún sjálfri sér sem snyrtivörufíkli.   Meira »

Merki fyrir konur í yfirstærð á NYFW

Í gær, 23:59 Tískuhúsið Torrid verður fyrsta merkið fyrir konur í yfirstærð sem sýnir hönnun sína á tískuvikunni í New York.   Meira »

Sjö ráð fyrir betra kynlíf

Í gær, 21:00 Bandaríska lífsstílstímaritið Brother tók saman nokkrar rannsakaðar staðreyndir sem gera kynlífið betra.   Meira »

Óli Stef og Kristín selja slotið

Í gær, 18:00 Á Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur stendur stórglæsilegt einbýlishús í eigu handboltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar og konu hans Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur. Meira »

Fangelsi breytt í lúxushótel

Í gær, 15:00 Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í. Meira »

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

Í gær, 12:00 Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu. Meira »

Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

í gær Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

Í gær, 09:00 Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

í fyrradag „Út á við er ég alltaf róleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið.“ Meira »

Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

í fyrradag Eftir að athugasemdir um holdafar hennar í Miss Grand International sátu í henni í nokkra mánuði hefur Arna Ýr ákveðið að taka aftur þátt í fegurðarsamkeppni í ár. Meira »

Ávanar nískra milljarðamæringa

í fyrradag Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

í fyrradag Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »

Breska konungsfjölskyldan alltaf í stíl

í fyrradag Glöggir hafa tekið eftir því að breska konungsfjölskyldan hefur klæðst svipuðum litasamsetningum í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira »

Sérviskumataræði stjarnanna er slæmt

24.7. Stjörnurnar er þekktar fyrir að fara öfgakenndar leiðir til þess að grennast. Næringarfræðingar segja aðferðir þeirra misgóðar. Meira »

Svona heldur J-Lo sér í formi

23.7. Þrotlausar æfingar og stíft mataræði er galdurinn á bak við útlit leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez en hún segir það vera vinnu að halda sér í formi. Meira »

Konan á bak við blómaskreytingar Beyoncé

23.7. Á báðum myndum Beyoncé er stórfengleg blómaskreyting fyrir aftan söngkonuna sem blómaskreytingakonan Sarah Lineberger hannaði. Meira »

Öpp sem að halda þér í formi

í fyrradag Nú til dags getur snjallsíminn hjálpað þér með nánast allt.  Meira »

Svona eru venjur orkumikils fólks

23.7. Samkvæmt rannsóknum eru fáir í heiminum sem vakna hressir og kátir á morgnana eftir góðan svefn. Flestir ganga í gegnum lífið þreyttir og lifa á kaffi og minningunni um að leggjast í hlýtt rúmið í lok dags. Meira »

Fyrsta einkaflugvélin með blæju

23.7. Gleymið blæjubílnum, nú er hægt að fá sér blæju-einkaflugvél.   Meira »

Endalaus tækifæri á Instagram

23.7. Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars segir Instagram vera skrítinn stað. En Ása nær að samtvinna tvö af sínum aðaláhugamálum, ferðalög og ljósmyndir, á Instagram. Meira »