Ráðherra þarf að auka vöðvamassa

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.

„Boditrax er háþróuð tækni sem mælir samsetningu líkamans og er notað af mörgum virtum heilsustofnunum víða um heim.  Með 30 sekúndna prófi færðu niðurstöður um marga mismunandi þætti sem gefa mikilvægar upplýsingar um vöðvamassa, fitu, vatnsmagn, grunnbrennslu og innri fitu. Tækið notar svo tölfræði til að meta ástand þitt miðað við hæð, þyngd, aldur og gefur þér upp líffræðilegan aldur,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. 

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Boditrax virkar þannig að fólk stendur berfætt á vigt með innbyggðum nemum og heldur utan um aðra nema.  

„Tækið sendir vægan rafstraum (50Khz, 800µA) milli nemanna sem mæla hraðann á leiðinni. Hve hratt straumurinn nær að ferðast um ákveðin svæði líkamans segir til um hvaða magn er af hverjum vef á svæðinu. Vöðvamassi er til dæmis með mikið vatnsmagn og straumur fer hratt í gegn en fita er með lítið vatnsmagn og hefur því hæga leiðni. Við skráum inn upplýsingar um hæð og aldur. Boditrax reiknar svo aðrar tölur út frá þessum upplýsingum,“ segir hún. 

Boditrax er fyrir 18 ára og eldri og segir Ágústa að það sé vinsælt í heilsurækt hjá byrjendum til að taka stöðuna í upphafi. Hún segir líka að fólk komi gjarnan á nokkurra vikna fresti til að fylgjast með framvindunni. 

„Einnig kemur mikið af metnaðarfullu íþróttafólki í mælingu sem vill fylgjast náið með sínum árangri.   Allir sem koma í mælingu fá aðgang í skýinu og geta haldið þar utan um sínar mælingar í tölvunni eða appi í símanum.“

Kristján Þór Júlíusson skoðar mælinguna sína í Broditrax tækinu.
Kristján Þór Júlíusson skoðar mælinguna sína í Broditrax tækinu. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra kom í Boditraxmælingu til Ágústu.

„Við aðstoðuðum hann að setja sér mælanleg og raunhæf markmið miðað við hans líkamsástand. Hann hefur verið önnum kafinn undanfarna mánuði og ekki gefið sér tíma til að sinna heilsu sinni nægilega vel með reglulegri hreyfingu,“ segir Ágústa og bætir við: 

„Kristján þarf að auka vöðvamassann og fituprósentan var of há hjá honum. Það er munur á vöðvamassa milli hægri og vinstri fótleggja sem hann þarf að reyna að jafna út með æfingum. Innri fitan (innyflafitan) var of mikil hjá honum sem er sú fita sem er hættulegust heilsunni og eykur hættu á lífsstílssjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og/eða  sykursýki 2.  Líkamlegt ástand Kristjáns var ekki alveg nógu gott en tölurnar eru ekki mikið yfir eðlilegum mörkum. Líffræðilegur aldur hans var 3 árum eldri  en hann er í raun og veru. Við settum markmið með Kristjáni að setja heilsuna ofar í forgangsröðuninni og mæta oftar í heilsurækt.  Hann  þarf að auka vöðvamassann og í leiðinni auka hvíldarbrennsluna hjá sér. Einnig þarf hann að gera breytingar á mataræðinu til þess að ná innri fitunni niður,“ segir hún. 

Nauðsynlegt er að fara úr sokkunum á meðan mælingin fer ...
Nauðsynlegt er að fara úr sokkunum á meðan mælingin fer fram. mbl.is/Árni Sæberg

Ágústa segir að Hreyfing hafi ákveðið að taka Broditrax-tækið í notkun til þess að vera í fremstu röð varðandi fagmennsku sem er eitt af gildum Hreyfingar.  

„Við höfum boðið upp á heilsuræktarnámskeið og almenna líkamsrækt í áratugi með hæfum og reyndum kennurum og nú seinni ár höfum við bætt við tækninni. Við vinnum mikið með púlsmæla í hóptímum og mælum líka álag í hjólatímum. Boditrax er skemmtileg og mikilvæg viðbót þar sem fólk getur tekið stöðuna á líkamsástandi sínu og sett sér mælanleg markmið með okkar hjálp.“

Ágústa Johnson fylgist með að allt fari rétt fram.
Ágústa Johnson fylgist með að allt fari rétt fram. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Ágústa er spurð að því hvort fólk sé almennt í lélegra formi en það gerir sér grein fyrir segir hún að það sé allur gangur á því.  

„Sumir eru í betra standi en þeir búast við og aðrir í verra. Markmið fólks eru líka mjög mismunandi. Sumir hafa alltaf verið duglegir í líkamsrækt og mæta reglulega, þeirra markmið eru ef til vill að halda sér eins og þeir eru meðan aðrir eru í átaki eða jafnvel að taka sín fyrstu skref í heilsuræktinni. Margir koma í mælingu þegar þeir eru að byrja og vilja sjá breytinguna og muninn sem á sér stað við þjálfunina. Fólk sér líka svart á hvítu ef það er ekki að ná árangri og sér að það þarf eflaust að æfa meira, æfa öðruvísi eða breyta mataræði til þess að ná þeim árangri sem það sækist eftir,“ segir hún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hlýlegt og huggulegt í Barmahlíð

Í gær, 22:00 Við Barmahlíð í Reykjavík stendur reisulegt hús, en þar er finna afar huggulega fjögurra herbergja íbúð. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, eldhúsið var tekið í gegn árið 2012 en þar er að finna gegnheila eikarinnréttingu. Þá setja fallegar grænbláar flísar skemmtilegan svip á baðherbergið. Meira »

Þetta gerist ef þú heldur áfram í sykurleysi

Í gær, 19:00 „Það að hætta í sykri mun jafna orkuna hjá þér. Það hætta að vera hæðir og lægðir og þú ættir að upplifa jafnari og mun meiri orku. Þú vaknar ferskari, sefur mögulega betur og hvílist þar með betur og það skilar sér í mörgu sem þú þarft að takast á við yfir daginn í vinnu, skóla eða heima fyrir.“ Meira »

Heillandi lína Evu Einarsdóttur

Í gær, 17:34 Eva Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, sýndi sína fjórðu línu fyrir fyrirtækið. Línan í ár nefnist Skugga-Sveinn og var hún sýnd fyrir troðfullu Héðinshúsi. Meira »

Í 20 þúsund króna kjól á fyrsta opinbera viðburðinum

Í gær, 14:34 Harry Bretaprins og Meghan Markle brugðu undir sig betri fætinum á dögunum þegar þau skelltu sér saman opnunarhátíð Invictus-leikanna í Toronto. Leikkonan var að sjálfsögðu óaðfinnanlega til höfð. Meira »

Er sambandið þitt í hættu?

Í gær, 12:19 Oft verða smáatriði að stórmálum þegar sambandið er komið á þetta stig og ástaratlotin minnka smám saman eða hverfa að mestu eða öllu úr sambandinu. Meira »

Dásamleg frumsýning

Í gær, 09:03 Stykkið Óvinur fólksins var frumsýnt á föstudaginn á stóra sviði Þjóðleikhússins. Margmenni var á frumsýningunni en verkið er eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð. Una Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu. Meira »

Lærðu að þekkja dulnefni sykurs

í fyrradag „Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa.“ Meira »

Next með „stórar stærðir“ í barnadeildinni

Í gær, 06:00 Það er ekki óalgengt að fataverslanir fyrir fullorðna bjóði upp á stærri stærðir, það er hins vegar ekki jafnalgengt að barnafatadeildir bjóði upp á stórar stærðir. Meira »

Heiðrún og Hjörvar eiga von á barni

í fyrradag Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Hjörvar Hafliðason eiga von á barni. Hún er komin 20 vikur á leið. Parið tilkynnti um óléttuna á Instragram. Meira »

Ertu að koma í veg fyrir svitalyktina rétt?

í fyrradag Það er fastur liður hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði áður en farið er út úr húsi á morgnana. Það er tóm vitleysa ef notaður er svitalyktareyðir sem vinnur að því að koma í veg fyrir svita. Meira »

Nauðsynlegt að vera með mottur á gólfum

í fyrradag Mottur hafa gengið í endurnýjun lífdaga síðustu árin. Nú þykir fólk ekki vera með á nótunum ef það er ekki með mottur í stofunni, eldhúsinu eða jafnvel á baðherberginu. Meira »

Með fjársjóð af mögnuðum fæðingarsögum

í fyrradag Auður Bjarnadóttir hefur kennt meðgöngujóga í heil 17 ár, en sjálf kynntist hún því þegar hún gekk með yngsta son sinn. Auður hafði þá nýlokið jógakennaranámi og var búsett í Bandaríkjunum. Meira »

Æfir sex daga vikunnar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, segir að það skipti hana miklu máli að vera í góðu formi. Hún æfir sex daga vikunnar og gætir þess vel að hafa aldrei nammidaga marga daga í röð. Meira »

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

23.9. Konur sem vilja eignast gáfuð börn þurfa ekki endilega að bíða eftir skarpasta hnífnum í skúffunni.   Meira »

Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

23.9. „Í fimm ár höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega.“ Meira »

Borðaði af sér 50 kíló

23.9. „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »

Kokkur Miröndu Kerr segir frá

í fyrradag Þó svo að Miranda Kerra reyni að halda sig í hollustunni finnst henni gott að fá sér súkkulaðiköku af og til.   Meira »

Erfitt að vera í opnu sambandi

23.9. „Maki minn hefur fengið aukinn áhuga á fjölkvæni og mér finnst það spennandi. Þegar hún stundar kynlíf með einhverjum öðrum finnst mér það oft mjög sérstakt og ástríkt þegar við erum saman aftur.“ Meira »

Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

23.9. Þú ættir ef til vill að hugsa þig tvisvar um áður en þú kaupir sérhönnuð barnahúsgögn eða heilt sófasett.   Meira »

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

23.9. Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »