Ráðherra þarf að auka vöðvamassa

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.

„Boditrax er háþróuð tækni sem mælir samsetningu líkamans og er notað af mörgum virtum heilsustofnunum víða um heim.  Með 30 sekúndna prófi færðu niðurstöður um marga mismunandi þætti sem gefa mikilvægar upplýsingar um vöðvamassa, fitu, vatnsmagn, grunnbrennslu og innri fitu. Tækið notar svo tölfræði til að meta ástand þitt miðað við hæð, þyngd, aldur og gefur þér upp líffræðilegan aldur,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. 

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Boditrax virkar þannig að fólk stendur berfætt á vigt með innbyggðum nemum og heldur utan um aðra nema.  

„Tækið sendir vægan rafstraum (50Khz, 800µA) milli nemanna sem mæla hraðann á leiðinni. Hve hratt straumurinn nær að ferðast um ákveðin svæði líkamans segir til um hvaða magn er af hverjum vef á svæðinu. Vöðvamassi er til dæmis með mikið vatnsmagn og straumur fer hratt í gegn en fita er með lítið vatnsmagn og hefur því hæga leiðni. Við skráum inn upplýsingar um hæð og aldur. Boditrax reiknar svo aðrar tölur út frá þessum upplýsingum,“ segir hún. 

Boditrax er fyrir 18 ára og eldri og segir Ágústa að það sé vinsælt í heilsurækt hjá byrjendum til að taka stöðuna í upphafi. Hún segir líka að fólk komi gjarnan á nokkurra vikna fresti til að fylgjast með framvindunni. 

„Einnig kemur mikið af metnaðarfullu íþróttafólki í mælingu sem vill fylgjast náið með sínum árangri.   Allir sem koma í mælingu fá aðgang í skýinu og geta haldið þar utan um sínar mælingar í tölvunni eða appi í símanum.“

Kristján Þór Júlíusson skoðar mælinguna sína í Broditrax tækinu.
Kristján Þór Júlíusson skoðar mælinguna sína í Broditrax tækinu. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra kom í Boditraxmælingu til Ágústu.

„Við aðstoðuðum hann að setja sér mælanleg og raunhæf markmið miðað við hans líkamsástand. Hann hefur verið önnum kafinn undanfarna mánuði og ekki gefið sér tíma til að sinna heilsu sinni nægilega vel með reglulegri hreyfingu,“ segir Ágústa og bætir við: 

„Kristján þarf að auka vöðvamassann og fituprósentan var of há hjá honum. Það er munur á vöðvamassa milli hægri og vinstri fótleggja sem hann þarf að reyna að jafna út með æfingum. Innri fitan (innyflafitan) var of mikil hjá honum sem er sú fita sem er hættulegust heilsunni og eykur hættu á lífsstílssjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og/eða  sykursýki 2.  Líkamlegt ástand Kristjáns var ekki alveg nógu gott en tölurnar eru ekki mikið yfir eðlilegum mörkum. Líffræðilegur aldur hans var 3 árum eldri  en hann er í raun og veru. Við settum markmið með Kristjáni að setja heilsuna ofar í forgangsröðuninni og mæta oftar í heilsurækt.  Hann  þarf að auka vöðvamassann og í leiðinni auka hvíldarbrennsluna hjá sér. Einnig þarf hann að gera breytingar á mataræðinu til þess að ná innri fitunni niður,“ segir hún. 

Nauðsynlegt er að fara úr sokkunum á meðan mælingin fer ...
Nauðsynlegt er að fara úr sokkunum á meðan mælingin fer fram. mbl.is/Árni Sæberg

Ágústa segir að Hreyfing hafi ákveðið að taka Broditrax-tækið í notkun til þess að vera í fremstu röð varðandi fagmennsku sem er eitt af gildum Hreyfingar.  

„Við höfum boðið upp á heilsuræktarnámskeið og almenna líkamsrækt í áratugi með hæfum og reyndum kennurum og nú seinni ár höfum við bætt við tækninni. Við vinnum mikið með púlsmæla í hóptímum og mælum líka álag í hjólatímum. Boditrax er skemmtileg og mikilvæg viðbót þar sem fólk getur tekið stöðuna á líkamsástandi sínu og sett sér mælanleg markmið með okkar hjálp.“

Ágústa Johnson fylgist með að allt fari rétt fram.
Ágústa Johnson fylgist með að allt fari rétt fram. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Ágústa er spurð að því hvort fólk sé almennt í lélegra formi en það gerir sér grein fyrir segir hún að það sé allur gangur á því.  

„Sumir eru í betra standi en þeir búast við og aðrir í verra. Markmið fólks eru líka mjög mismunandi. Sumir hafa alltaf verið duglegir í líkamsrækt og mæta reglulega, þeirra markmið eru ef til vill að halda sér eins og þeir eru meðan aðrir eru í átaki eða jafnvel að taka sín fyrstu skref í heilsuræktinni. Margir koma í mælingu þegar þeir eru að byrja og vilja sjá breytinguna og muninn sem á sér stað við þjálfunina. Fólk sér líka svart á hvítu ef það er ekki að ná árangri og sér að það þarf eflaust að æfa meira, æfa öðruvísi eða breyta mataræði til þess að ná þeim árangri sem það sækist eftir,“ segir hún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

10 atriði sem drepa kynhvötina

Í gær, 23:00 Ef það er lítið að frétta í kynlífinu gæti það verið vegna þess að kynhvötin er ekki eins mikil og hún er vön að vera. Ýmsar ástæður geta minnkað kynhvötina. Meira »

Urðu ástfangin á netinu

Í gær, 20:10 Íris Björk Óskarsdóttir-Veil kynntist eiginmanni sínum, Bandaríkjamanninum Joel Vail, á netinu. Tæp tvö ár eru síðan þau kynntust en þau giftu sig í haust þegar Íris Björk flutti til Bandaríkjanna. Meira »

Klæðist Goat eftir að kúlan fór að stækka

Í gær, 17:10 Katrín hertogaynja hefur sést í bæði nýjum og gömlum fötum frá breska fatamerkinu Goat eftir að óléttukúlan fór að vekja athygli. Fatamerkið er þó ekki sérstakt meðgöngumerki. Meira »

Makinn er fastur í kláminu

Í gær, 14:10 „Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig,“ segir íslensk kona. Meira »

Skvísurnar fjölmenntu í hreingerningarteiti

Í gær, 11:10 Það var fullt út úr dyrum á Hverfisbarnum þegar Sólrún Diego fagnaði útkomu bókar sinnar. Í bókinni er að finna bestu hreingerningarráð allra tíma. Meira »

Fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara

Í gær, 09:00 Sífellt fleiri skreyta snemma. Þeir sem eru enn með jólaseríurnar ofan í geymslu ættu að henda þeim upp enda fólk sem skreytir snemma hamingjusamara en aðrir. Meira »

Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

í fyrradag „Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir.“ Meira »

Fimm atriði sem einkenna heimili sem heilla

Í gær, 06:00 Það tekur gesti aðeins hálfa mínútu að mynda sér skoðun á heimili. Það skiptir því máli að það fyrsta sem tekur á móti fólki sé til fyrirmyndar. Meira »

Svona missti Jackson 30 kíló eftir barnsburðinn

í fyrradag Söngkonan Janet Jackson eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári. Með góðri hjálp er hún búin að léttast um 30 kíló. Þjálfari Jackson leysir frá skjóðunni. Meira »

Ertu að gera út af við þig?

í fyrradag Við vinnum allt of langan vinnudag oft og tíðum og þegar við ljúkum deginum hömumst við í ræktinni (förum jafnvel í hádeginu) hendumst síðan í búðir eftir að hafa náð í börnin í leikskólann – skólann – íþróttirnar – píanótímana eða hvað svo sem tekur við eftir venjulegan vinnudag allra, förum heim og eldum – sjáum um heimalærdóminn og náum svo að draga andann þegar við erum búin að koma öllum í háttinn, eða hvað? Meira »

Magnús leigir út á Airbnb

í fyrradag Magnús Ólafur Garðarsson, fyrr­ver­andi for­stjóri United Silicon, býður einbýlishús sitt við Huldubraut 28 í Kópavogi til leigu. Meira »

150 milljóna glæsihöll

í fyrradag Við Austurkór í Kópavogi stendur glæsilegt einbýli sem byggt var 2012. Húsið er 310 fm að stærð og sérlega vandað. Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar hjá RH-innréttingum og er granít í borðplötunum. Meira »

Að sofa á hliðinni hraðar öldrun húðarinnar

í fyrradag Hjúkrunarfræðingur stjarnanna veit sitt hvað um þær aðferðir sem virka til þess að halda húðinni unglegri. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk sofi á hliðinni. Meira »

Heillandi verkum Guðrúnar fagnað

í fyrradag Málverkasýning Guðrúnar Einarsdóttur undir yfirskriftinni „Málverk“ var opnuð með glæsibrag á dögunum í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Hópur af fólki lét sjá sig á opnuninni sem er ekkert skrýtið því verkin eru heillandi. Meira »

Nýtt íslenskt fatamerki fyrir plús-stærðir

20.11. Selma Ragnarsdóttir fatahönnuður kynnti nýtt merki sitt á Oddsson á laugardagskvöldið. Um er að ræða fatamerkið Zelma shapes sem er fyrir konur í plús-stærðum. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem föt úr merkinu voru sýnd. Meira »

Brúnar og stæltar fitness-drottningar

20.11. Köttaðir og brúnir kroppar kepptu á bikarmótinu í fitness í Háskólabíói sem fram fór um helgina. Um 90 keppendur stigu á svið og voru þeir hver öðrum flottari eins og sést á myndunum. Meira »

Verðlaunaðu þig

í fyrradag Orður, slaufur og nælur eru áberandi í hausttískunni. Ef við fáum ekki hrós eða orður fyrir vel unnin störf eða bara meistaratakta í eigin lífi þá er um að gera að taka málin í sínar hendur og kaupa sér slíkan grip sjálfur. Meira »

Búin að gera sér upp fullnægingu í níu mánuði

20.11. „Það var heimskulegt en ég gerði mér upp fullnægingu frá byrjun þar sem mér finnst ég svo lengi að fá það og skammaðist mín of mikil til þess að vera hreinskilin.“ Meira »

Glamúr á tískusýningu Victoria's Secret

20.11. Undirfatatískusýning Victoria's Secret er ein umtalaðasta tískusýningu í heiminum. Hver ofurfyrirsætan á fætur annarri kom fram í undirfötum sem hæfa englum. Meira »

Stuð í sendiherrabústaðnum í Berlín

20.11. Flugfélagið Icelandair og sendiráð Íslands í Berlín efndu til teitis í tilefni af flugi félagsins til Berlínar sem hófst í byrjun nóvember. Einnig var 80 ára afmæli flugfélagsins fagnað. Um það bil 100 manns létu sjá sig í boðinu en á meðal gesta var Stefan Seibert, sem er blaðafulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar og hægri hönd Angelu Merkel kanslara. Meira »
Meira píla