Þriðjungur fullorðinna glímir við svefnleysi

Erla Björnsdóttir sáfræðingur.
Erla Björnsdóttir sáfræðingur. mbl.is/Styrmir Kári

Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Svefn, segir að góður nætursvefn sé algjör grunnstoð í heilsu fólks. 

„Meðalmaðurinn ver um þriðjungi ævinnar í það að sofa. Þó að svefninn veiti okkur nauðsynlega hvíld er þetta mjög virkt ástand þar sem mikil vinna á sér stað bæði í líkama og sál. Það er erfitt að gefa eitt svar við því hversu mikið við eigum að sofa því svefnþörf okkar er breytileg eftir aldri, milli kynja og milli einstaklinga en flestir fullorðnir þurfa að sofa 7-8 klukkustundir á sólarhring til að líða vel og vera við góða heilsu,“ segir Erla. 

Er algengt að fólk eigi erfitt með svefn?

„Svefnvandamál eru algeng í nútímasamfélagi og ætla má að um að þriðjungur fullorðinna glími við svefnleysi einhvern tímann á ævinni.  Einnig hefur það færst í vöxt að ungt fólk og jafnvel börn glími við erfiðleika með svefn.“

Hvaða áhrif hefur svefnleysi á heilsu og líðan?

„Svefnleysi getur haft mjög víðtæk áhrif og snert flesta fleti daglegs lífs. Skammvinnt svefnleysi veldur orkuleysi, einbeitingarskorti og skapsveiflum en þegar vandinn er langvarandi verða afleiðingarnar alvarlegri og má þar til dæmis nefna bælingu á ónæmiskerfinu, aukna slysahættu, aukna hættu á ofþyngd, minni framleiðni, aukna tíðni kvíða og þunglyndis og fleira.“

Hvernig er best að meðhöndla svefnvandamál? 

„Hugræn atferlismeðferð er sú leið sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með sem fyrsta úrræði svefnleysis og hafa rannsóknir sýnt að þessi meðferð er mjög gagnleg til að bæta svefn og líðan. Hér á Íslandi er hægt að fá þessa meðferð hjá nokkrum sálfræðingum og einnig inni á vefnum www.betrisvefn.isÞessi meðferð er árangursríkari en svefnlyf sem reyndar eru eingöngu gagnleg til skamms tíma og geta beinlínis haft skaðleg áhrif sé notkun þeirra reglubundin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál