Hæpið að þyngjast um 10 kíló um jólin

Inga Kristjánsdóttir.
Inga Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Inga Kristjáns­dótt­ir nær­ingaþerap­isti skrifar um hvernig er að fara aftur af stað eftir jólin. Margir hugsa hvort þeir hafa ekki klúðrað öllu um jólin en Inga segir alls ekki svo vera.

„Við þekkjum það örugglega flest að finnast við hafa klúðrað lífsstílnum yfir jólin. Alveg sama þó að við höfum veitt viðspyrnu og viðnám, reynt að forðast það sem við vitum fer hræðilega í okkur, og gert okkar besta.

Við erum öll bara svo skemmtilega mannleg. Ég segi fyrir mig, að það er alveg sama hve mikið ég reyni að vanda mig, ég finn alltaf fyrir smá blús svona í upphafi árs. Pínu drusluleg eitthvað, aðeins með bjúg og svolítið á bömmer.

Ókei skítt með það, ég veit líka að ég er snögg að ná mér á strik aftur, bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu. Farið ótal sinnum í gegnum þetta ástand og trúi og treysti því að ég komi mér í fyrri gír.

Ertu að hugsa þetta?

Það mikilvægasta er að festast ekki í einhverri hugsanavillu sem gæti litið svona út:

„Ég er búin að eyðileggja allt sem ég var búin að ná fram fyrir jól.“ – Nei, nei haltu bara áfram þar sem frá var horfið, þú ert alls ekki á byrjunarreit.

„Ég er pottþétt búin að fitna um 10 kíló.“ – Mjög hæpið og mest af einhverri auka jólaþyngd er bara vatnssöfnun og bjúgur.

„Vá hvað ég er búin að rústa öllu og glætan ég nái að rétta mig við á næstunni.“ – Þú veist betur, þú hefur gert þetta áður.

„Ég ætla bara að halda áfram að borða sykur og rugl, hvort sem er búin að klúðra þessu.“ – Nei alls ekki og gleymdu þessu niðurrifi.

„Ég er agalaus aumingi, hef enga sjálfsstjórn.“ – Bull, þú þarft bara að koma líkamanum í fyrra jafnvægi og þá nærðu stjórn.

Jólahátíðin er stutt

Málið er að jólahátíðin ótrúlega stutt tímabil af heilu ári og engu hefur verið rústað í stóra samhenginu. Þó, þér finnist það kannski.

Mundu, það skiptir engu máli hvað þú borðaðir á milli jóla og nýárs, en öllu máli hvað þú borðar á milli nýárs og jóla.

Kannski þarftu að lesa þetta tvisvar.

Gleðilegt ár og þú ert alveg með þetta. Ekki falla í gildru eigin bulls.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál